Hvaða tungumál tala allir flugmenn?

Í fréttum er nú sagt frá því að seinkanir verði á "öllum ferðum Icelandair til Evrópu, Bandaríkjanna og Kanada í dag vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra".

Ef ég færi í yfirvinnubann væri búið að reka mig á nokkrum vikum.

Á móti kemur að ef ég yrði þvingaður til að vinna yfirvinnu gegn vilja mínum myndi ég segja upp.

Svona lagað á að vera samkomulagsatriði milli einstaka starfsmanna og yfirmanna þeirra.

Nú getur auðvitað vel verið að allir flugumferðarstjórar séu búnir að ákveða að vinna ekki yfirvinnu og telja það vera sér til hagsbóta í kjarabaráttu. Með því að svipta atvinnurekanda sinn tekjum telja þeir að meira verði til ráðstöfunar í launaumslög þeirra sjálfra.

Það má samt spurja sig: Hvaða tungumál tala allir flugmenn heims sem fljúga á milli ríkja? Hvaða tungumál tala allir flugumferðarstjórar sem þjónusta þá?

Auðvitað tala allir ensku. Er þá einhver ástæða til að vera með íslenska flugumferðarstjóra? Má ekki bjóða þessa þjónustu út á alþjóðamarkaði?

Þeir sem vilja ekki vinna yfirvinnu geta þá setið heima og aðrir komið í þeirra stað.

Þetta er að mínu mati friðsæl lausn sem mjög margir aðilar á markaðinum nota. Nú sit ég t.d. í stól verkfræðings í Danmörku og þegar ég var ráðinn var danskan mín ekki upp á marga fiska. Ég var samkeppni við innlent vinnuafl - starfsmaður ákafur í að vinna yfirvinnu og gera sem mest (og er raunar enn). Dani sem vill ekki vinna yfirvinnu má alveg láta mig fá verkefnin sín. 

Bjóðum flugumferðarstjórn á Íslandi út sem fyrst og leyfum þeim sem vilja vinna yfirvinnu að gera það á meðan aðrir sofa lengur eða horfa á þætti úr sófanum heima hjá sér.


mbl.is Öllu Evrópu- og Bandaríkjaflugi seinkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það er sennilega jafn auðvelt og eins ábatasamt að reka flugumferðarstjórn á Íslandi frá Kína eins og að láta Kínverja sjá um Dönsk verkfræðistörf. Í Kína skortir örugglega ekki eljusama verkfræðinga og á þeirra launum fær vinnuveitandi þinn tvo fyrir einn.

Espolin (IP-tala skráð) 26.5.2016 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband