En fyrir hvað vill Sjálfstæðisflokkurinn standa?

Vil­hjálm­ur Bjarna­son þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir:

Það eru und­ar­leg ör­lög sem þess­ari þjóð eru búin. Það er sama á hvern veg kosið er, alltaf fá menn Fram­sókn­ar­flokk­inn upp úr hatt­in­um.

Mikið rétt. Ástæðan er einföld: Framsóknarflokkurinn er tilbúinn að girða niðrum sig fyrir hvern sem er. Hann getur tekið þátt í að hækka skatta og koma á sósíalísku samfélagi með aðstoð vinstriflokkanna en einnig að greiða fyrir skattalækkunum og moka skuldum ofan af herðum skattgreiðenda. Það eina sem hann biður um í staðinn er að hinu sovéska landbúnaðarkerfi sé haldið á floti.

Spurningin er miklu frekar hvað Sjálfstæðisflokkurinn vill standa fyrir. Ég held að það dyljist mörgum og er meðal annarra ástæða fyrir því að margir sem tortryggja ríkisvaldið hafa leitað á náðir Pírata í von um áheyrn.

Er hún liðin sú tíð þegar forystumaður Sjálfstæðisflokksins hélt ástríðufullar ræður um ágæti einkaframtaksins? Það mætti halda. Að vísu virðast þingmenn hans gera það sem þeir geta til að hægja á skattahækkunum hins opinbera og greiða aðeins inn á þjóðarsjóð Íslendinga (1300 milljarða króna skuldina), en þetta eru hænuskref. Hin svokallaða hægristefna flokksins (í verki) jafnast í besta falli á við hina dönsku sósíaldemókrata ef mönnum vantar samanburð við hin Norðurlöndin. Íslensk stjórnmál eru miklu, miklu vinstrisinnaðri en stjórnmál hinna Norðurlandanna að mínu mati.

Ef Sjálfstæðisflokkurinn vill verða stór aftur þarf hann að gera töluverðar breytingar hjá sér, og hér koma uppástungur:

  • Hann á að leita innblásturs í því efni sem Samtök atvinnulífsins hafa verið að gefa frá sér undanfarna mánuði (og þá sérstaklega eftir að sérstakt efnahagssvið var stofnað þar á bæ).
  • Hann þarf að byrja kíkja til hinna Norðurlandanna eftir fyrirmyndum í t.d. mennta- og heilbrigðismálum í stað þess að keppast við að láta hið sovéska módel virka á Íslandi.
  • Hann þarf að gera upp við sig hvort ríkisvaldið þurfi virkilega að hafa innan sinna vébanda um 20% af vinnuafli landsins. Ekki er langt síðan að ríkisstarfsmenn sáu einir um að veita símaþjónustu á Íslandi. Má ekki gera enn fleiri starfsmenn hins opinbera að starfsmönnum einkafyrirtækja? 
  • Flokkurinn þarf að gera upp við sig hvar hann vill draga mörk ríkisrekstrar og einkaframtaks - hvar hann vill að ríkiseinokun ráði ríkjum og hvar einkaaðilar fá að keppa í verðum og gæðum. 

Sóknin á miðjuna hefur bara þær afleiðingar að fólk sér ekki mun á Sjöllum, Samfó og Framsókn. Hvers vegna að kjósa Sjálfstæðisflokkinn til að berjast fyrir málefnum vinstriflokkanna þegar vinstriflokkarnir geta gert það sjálfir?


mbl.is „Smáflokkur með mikilmennskubrjálæði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir varðstöðu um hagsmuni hinna betur settu á kostnað almennings. Dæmi um þetta er afhending fiskveiðiauðlindarinnar til sægreifa án endurgjalds og afhending orku til erlendra auðhringa á gjafverði eða 1/8-1/6 af verði á frjálsum markaði.

Til að ná árangri beita sjálfstæðismenn blekkingum og hótunum. Fólki er talin trú um að ef auðmenn fái að hafa sína hentisemi muni öðrum farnast vel, annars ekki. Fólki er hótað beint eða óbeint atvinnumissi og brottflutningi vinnuveitanda úr byggðarlaginu ef starfsfólk kýs ekki flokkinn.

Til að auðvelda sér slíkt arðrán þurfa sjálfstæðismenn frelsi til að vaða yfir aðra. Til að festa slíkt frelsi í sessi varð til ný stefna svokölluð frjálshyggja. Hún er því miður ekki enn dauð þrátt fyrir þær hörmungar sem hún leiddi yfir okkur í hruninu.

Flokkar sem byggja á slíkri sérhagsmunahyggju eiga ekki framtíðina fyrir sér. Sjálfstæðisflokkurinn mun því smám saman fjara út eftir því sem almenningur verður upplýstari. Í því umhverfi sem framundan er verður Sjálfstæðisflokkurinn pólitískur ómöguleiki hvort sem Ísland gengur i ESB eða ekki.

Ásmundur (IP-tala skráð) 23.4.2016 kl. 22:10

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Helsti vandi Sjálfstaedisflokksins í dag er sá, ad innan vébanda hans eru alltof margir kratar. Sídasta setning síduhöfundar, í pistlinum hér ad ofan, hittir naglann nákvaemlega á höfudid. 

Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 24.4.2016 kl. 06:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband