Gæti verið verra

Það má hugsa sér margt verra en að Ólafur Ragnar Grímsson sitji áfram sem forseti. Mjög margt. 

Frambjóðendalistinn er orðinn langur (tekið héðan):

Andri Snær Magnason
Aralíus (Ari) Gestur Jósepsson
Ástþór Magnússon
Benedikt Kristján Mewes
Bæring Ólafsson
Elísabet Jökulsdóttir
Guðmundur Franklín Jónsson
Guðrún Margrét Pálsdóttir
Halla Tómasdóttir
Heimir Örn Hólmarsson
Hildur Þórðardóttir
Hrannar Pétursson
Magnús Ingi Magnússon
Ólafur Ragnar Grímsson
Sturla Jónsson
Vigfús Bjarni Albertsson

Eflaust er hægt að finna margt gott fólk á þessum lista en sumir frambjóðenda eru - afsakið - bara að bjóða sig fram til að auglýsa önnur verk sín eða fyrirtæki eða hreinlega til að fá athygli.

Ég mun sennilega ekki lýsa opinberlega yfir stuðningi við neinn og ólíklega kjósa en ég get ómögulega sagt að ég sé mótfallinn ákvörðun Ólafs.

Að gamni mætti svo kannski leggja til, ef Ólafur verður endurkjörinn, að byrja að kalla hann Ólaf konung og taka upp færeyskan sið - Ólafsvaka (Ólavsvøka) - sem snýst í stuttu máli um að drekka frá morgni til kvölds og syngja miðaldarkvæði í kór. 


mbl.is Ólafur aftur í forsetaframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Embættið er ekki þannig að miklu skipti hver ber titilinn...eða hver titillinn er.  En hann fær hvort sem er borgað áfram þannig að það er eins hægt að láta hann starfa áfram. Það má þá ráða tvo eða þrjá lækna fyrir það sem sparast.

Jós.T. (IP-tala skráð) 18.4.2016 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband