Næstu skref

Þá er ný ríkisstjórn senn tekin við og ætlar að starfa fram á haust. Pólitískri óvissu er því frestað í bili. Því hljóta allir að fagna.

Tíminn er naumur og ríkisstjórnin ætlar því að forgangsraða og setja mikilvæg mál í meðferð þingsins sem fyrst. Það er líka gott. Með heppni verður búið að afnema fjármagnshöftin fyrir haustið.

Stjórnarliðar hafa vonandi lært svolítið á þessu. Það þýðir til dæmis ekki að vinna hægt og bítandi að einhverju markmiði. Skattar hafa t.d. lækkað alltof hægt og útgjöld ríkisins eru ennþá í hæstu hæðum. Ríkisbáknið er alltof stórt og fóðrar alltof stóran her fólks sem gerir ekkert nema kjósa vinstriflokka sem vilja stækka það ennþá meira.

Það er ekki nóg að hagræða aðeins hér og gera þjónustusamning þar. Ríkisvaldið þarf einfaldlega að fækka verkefnum sínum. Á sínum tíma framleiddi ríkið sement og rak mjólkurbúðir. Í dag á það banka og selur ilmvötn á flugvöllum. Ríkið menntar (þá sem detta ekki úr skóla), læknar (þá sem ekki eru á biðlistum), leggur vegi og á hluti í sprotafyrirtækjum. Ríkið niðurgreiðir framleiðslu afþreyingarefnis og lambakjöts. Til hvers?

Hugsanlega er of seint að minnka ríkisbáknið svo einhverju máli skiptir úr þessu og að við taki ný fjögurra ára lota skattahækkana og nýrra viðskiptahindrana. Það er viðbúið að kjósendur sjái engan mun á byrðum hins opinbera nú og þegar vinstristjórnin sat við völd og að þeir verðlauni vinstriflokkana - auk Pírata - fyrir vikið. Þetta mætti kalla fyrirsjáanlega röð atburða og má algjörlega skrifast á hægagang ríkisstjórnarinnar.

En það verða kosningar í haust. Það er spurning hvort maður leggi það á sig að kjósa í þetta skipti. 


mbl.is „Stjórnarandstaðan er í rusli líka“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband