Íslendingar kæra sig ekki um norræna módelið

Íslendingar líta gjarnan til Norðurlandanna eftir fyrirmyndum. Sem dæmi má nefna ýmis boð og bönn: Ef eitthvað er bannað á einhverju Norðurlandanna þá er barist fyrir sama banni á Íslandi. Ef einhver skattur er lagður á í einhverju Norðurlandanna þá er talið við hæfi að leggja á svipaðan skatt á Íslandi - vitaskuld með tilvísun til Norðurlandanna.

Lengra nær samanburðinn samt ekki. Ef eitthvað er frjálslyndara á öðrum Norðurlöndum þá er baráttan fyrir svipuðu frjálsræði lítil og veik á Íslandi.

Norræna módelið í rekstri heilbrigðisþjónustu er blandað módel opinbers reksturs og einkareksturs. Flóran er mikil og fjölbreytt, frá stórum ríkissjúkrahúsum til stórra sjúkrahúsa í einkaeigu sem eru rekin með það að markmiði að skila hagnaði.

Íslendingar kæra sig vitaskuld ekki um norræna heilbrigðisþjónustumódelið því það er frjálslyndara en hið íslenska. Hérna sækja Íslendingar fyrirmyndir til Bretlands eða jafnvel Austur-Evrópu. Því miður.


mbl.is Úrelt hugsun stjórnmálamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband