Norræna leiðin er ólík þeirri íslensku

Ef Íslendingar vilja bæta sig í samanburði við Norðurlöndin þá er ekki nóg að einblína á eitthvað eitt og gleyma öllu öðru.

Það má vera að hin Norðurlöndin verji meira af landsframleiðslu sinni í heilsbrigðisþjónustu en munurinn á Íslandi og hinum Norðurlöndunum er sá að einkarekstur er umborinn í miklu meiri mæli á hinum Norðurlöndunum. Í Danmörku, svo dæmi sé tekið, má finna fjöldan allan af einkareknum fyrirtækjum sem sinna heilbrigðisþjónustu. Flest eru þau vissulega í samstarfi við hið opinbera um fjármögnun, en einnig við tryggingafélög og jafnvel einstaklinga sem vilja borga úr eigin vasa.

Norræna leiðin er því blönduð leið - samstarf einkaaðila og hins opinbera - á meðan íslenska módelið gengur út á að efla hið opinbera kerfi og halda einkaaðilum að sem mestu leyti frá. 

Ég segi því: Stefnum endilega að því að eyða meira fé í heilbrigðisþjónustu en um leið að því að auka hlutdeild einkaaðila á þessum markaði. Eða af hverju eru það eingöngu sjóndaprir og kvenfólk í leit að stærri brjóstum sem fá að láta einkaaðila keppa um viðskipti sín með gæðum, verðlagi og nýjustu tækni?


mbl.is Yfir 80 þúsundir undirskriftir komnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband