Loksins nýtt efni frá Mannanafnanefnd!

Fyrir frjálshyggjumanninn er alltaf gleðiefni þegar Mannanafnanefnd gefur frá sér nýja úrskurði. Hvers vegna? Jú, því hérna verða ríkisafskipti svo augljóslega kjánaleg og jafnvel andstyggileg að fólk fer jafnvel að leiða hugann að ríkisafskiptum af öðru.

Ekki þarf að skilja grunnatriði i hagfræði, heimspeki, lögfræði eða sögu til að sjá hvað ríkisafskipti af nöfnum eru einkennilegt fyrirbæri.

Ekki þarf að hugsa í krónum og tölum. Um er að ræða nöfn og þau skilja allir.

Mannanafnanefnd er vinur frjálshyggjumannsins því hún treður fólki svo augljóslega um tær að það kveikir frelsisglóð í hjörtum margra. 


mbl.is Má ekki heita Einarr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband