Þarf ríkið að vasast í þessu öllu saman?

Af hverju er það nánast eingöngu á könnu ríkisvaldsins að ræða vegaframkvæmdir og annað slíkt? Geta einkaaðilar ekki sinnt þessu?

Nú má nota orðið innviðir um ansi margt, en ég tek dæmi símaþjónusta. Hérna eru einkaaðilar einir að störfum og árangur þeirra er frábær. Á dreifbýlu og fámennu Íslandi eru fjölmargir aðilar að grafa línur í jörð eða reista turna og loftnet og opna stór svæði fyrir sífellt hraðari gagnaflutningum og þéttara farsímaneti. Símtöl fara um landlínur af ýmsu tagi, á milli loftneta og jafnvel upp í geim og til baka. Gríðarlegar fjárfestingar liggja að baki þessu en um leið eru neytendur að upplifa lægra verð fyrir betri vöru og þjónustu.

Hið sama má segja um flugsamgöngur til og frá landinu. Hér er hart bitist um hvern viðskiptavin og sá viðskiptavinur getur átt von á betri og betri þjónustu, úrvali og verðlagi. 

Einkaaðilar starfa í öðrum heimi en hið opinbera. Hið opinbera getur borað holu í fjall sem enginn keyrir um og enginn opinber starfsmaður mun finna fyrir því. Einkaaðili sem tekur ranga fjárfestingarákvörðun getur fljótlega byrjað að undirbúa gjaldþrotaskipti.

Hið opinbera einokar að nánast öllu leyti vegalagningu og -viðhald á Íslandi. Vegir eru víða slitnir eða hættulegir. Það bitnar heldur ekki á opinberum starfsmönnum. Stjórnmálamenn eru allt í einu mættir á völlinn til að heimta götu hér og götu þar í von um að uppskera atkvæði.

Ég legg til að ríkisvaldið hætti að leggja skatta vegna framkvæmda í innviðum og selji frá sér alla þessa svokölluðu inniviði til einkaaðila og komi sér alveg út úr þessu brasi sem felur fyrst og fremst í sér niðurníðslu og rifrildi á Alþingi.

Ef einkaaðilar geta tengt símann þinn við 3G netsamband við Geirfuglasker þá geta þeir byggt vegi. 


mbl.is Ísland á leið „niður í aðra deild“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Já, ríkið á að sjá um vegina.  Það hefur meira en nóg fé til þess.

Það held ég að vegakerfið væri svolítið sérkennilegt ef það væri allt einkaframkvæmd.  Og þá er ég ekki að meina að hér væru tollhlið hér og þar - ég meina: sérðu fyrir þér menn koma sér saman um að leggja veg yfir landið, og lenda svo í þrasi við hvern einasta bónda á leiðinni?

Vegurinn til Akureyrar væri fínn, en í stað malarvega um sveitirnar væru líklega traktorslóðar til margra bæja, þangað sem fjársterkari aðilar hefðu lítið út úr að gera vegi.

Ekki allra.

Á sínum tíma var bara enginn sem hafði efni á að leggja síma, þess vegna fór ríkið í það.

Ríkið datt ekki af markaðnum fyrr en það fór að verða létt verk og ódýrt að vera með kerfi óháð ríkis-kerfinu.

En, já.  Ríkisstarfsmenn bera enga ábyrgð.  Það er okkar vandamál.

Ásgrímur Hartmannsson, 17.2.2016 kl. 22:43

2 identicon

Sæll.

Um leið og ég tek undir pistil þinn get ég ekki annað en getið þess hve þreyttur ég er orðinn á að hlusts á fólk tala um að hið opinbera eigi að gera þetta og hitt. 

Staðan kann að vera sæmileg í bili hjá hinu opinbera fjárhagslega (það má deila um) en hvað kostar það okkur? Opinberi geirinn hérlendis er með því stærra sem gerist og er það afar slæmt. 

Guðmundur Steingríms ætti að fletta því upp hvað sveitarfélögin í landinu skulda mikið? Af hverju ætlar Rvkborg að skera talsvert niður í ár? Hve oft er ruslið hans Guðmundar hirt?

Hvað skuldar ríkið? Er alveg víst að staðan verði góð hjá hinu opinbera eftir 2-4 ár?

Svarið er hiklaust nei!

Helgi (IP-tala skráð) 18.2.2016 kl. 06:24

3 identicon

Myndir þú byrja að nota fíkniefni ef þau væru ekki lengur ólögleg Ásmundur?

Refsarinn (IP-tala skráð) 18.2.2016 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband