Sekur uns sakleysi er sannað

Yfirleitt er sú regla viðhöfð í réttarríkjum að aðilar eru taldir saklausir uns sekt er sönnuð. Þessi regla á ekki við um skattheimtu. Þar er maður sekur uns sakleysi er sannað!

Toll­stjóri krafðist gjaldþrota­skipta vegna áætlaðra skatta sem nú er búið að krefjast leiðrétt­ing­ar á. Dreg­ist hafði að senda inn skattafram­töl fyr­ir fé­lagið.

Ekki satt?

Þetta er ekkert íslenskt einsdæmi. Í Bandaríkjunum haga skattayfirvöld sér með svipuðum hætti. Líklega á þetta við víðar. Skattheimtuyfirvöldin eru eins konar ríki í ríkinu þar sem allir eru í raun sekir en flestum tekst að sanna sakleysi sitt jafnóðum með því að borga og borga og borga.

Hið opinbera lætur þetta viðgangast því án peninga skattgreiðenda er það í raun lamað. Ýmis konar brot eru látin óáreitt til að lögreglan geti náð andanum, en skattalagabrot eru miskunnarlaust elt uppi. Fyrirtæki eru hreinlega lýst gjaldþrota af skattheimtuyfirvöldum - einhliða - ef þau hafa ekki séð neina peninga koma inn úr hirslum þeirra! 

Íslendinga vantar sinn eigin Mogens Glistrup eða Irwin Schiff til að benda á óréttlæti skattheimtunnar. Ætli Friðrik Þór Friðriksson verði sá maður? 


mbl.is Framleiðslufyrirtæki Hross í oss ekki gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband