Bilun

Skólaárið 2014-2015 fengu 12.263 nemendur grunnskólans sérkennslu eða stuðning, eða 28,4% allra nemenda. Það er fjölgun um 60 nemendur frá fyrra skólaári. Fjöldinn hefur ekki verið meiri frá því að Hagstofan hóf innsöfnun um sérkennslu skólaárið 2004-2005. Yfir 60% af þeim sem fá stuðning eru drengir. 

Þessar tölur eru - svo ég noti dramatískt orð - bilun. 

Hvað ætli fólk segði ef eftirfarandi rataði í fréttir?

Veturinn 2014-2015 þurftu 28% viðskiptavina Kringlunnar að fara tvær ferðir til að kaupa sama hlutinn. Fyrsta ferðin dugði ekki til því þeir fengu ranga þjónustu, rangan varning eða ruglingslegar notkunarleiðbeiningar. Fjöldinn hefur aldrei verið meiri og hefur aukist frá ári til árs síðan Kringlan hóf að taka saman þessa tölfræði.

Fólk þyrfti ekkert að segja því Kringlan væri farin á hausinn og allir viðskiptavinir hennar komnir annað, t.d. í Smáralindina eða Glæsibæ eða einhverja nýja verslunarmiðstöð sem hefði séð þessa þróun eiga sér stað og ákveðið að bregðast við með stofnun samkeppnisreksturs.

Ríkiseinokunin býður ekki upp á svona friðsæla aðlögun að óhentugum aðstæðum. Grunnskólarnir eru bara að sinna 70% skjólstæðinga sinna á fullnægjandi hátt innan hefðbundinnar starfsemi sinnar. Afgangurinn þarf að snúa aftur í aðra kennslustofu til að læra það sama. 

Hérna ætti hið opinbera bara að gefast upp og hleypa einkaaðilum að. Foreldrar fá í staðinn skattalækkun sem dugir fyrir skólagjöldunum og gott betur (enda fer kennslan þá fram á samkeppnismarkaði þar sem keppt er í bæði verði og gæðum en ekki bara í magni og tíma). 


mbl.is Rúmlega fjórðungur í sérkennslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það vantar allar greiningarnar og öll lyfin inn í þessa tölu.  Hver er hvatinn?  Hver græðir?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 8.2.2016 kl. 10:08

2 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Tvennt í þessu.

Þú ert að misskilja sérkennsluna eða stuðninginn. Nemendur sem fá sérkennslu eða stuðning eru ekki að læra sama hlutinn tvisvar. Það að nemendur fá stuðning sýnir einmitt að ríkisskólarnir eru að sinna þessum skjólstæðingum. Ef þeir fengju ekki stuðning væru það rök fyrir máli þínu.

Varðandi einkaskóla þá vitum við hvernig það virkar oft. Þeir taka einfaldlega ekki við nemendum sem þurfa stuðning eða sérkennslu. Hið opinbera situr uppi með þá.

Matthías Ásgeirsson, 8.2.2016 kl. 10:26

3 identicon

Þú gleymir reyndar einu Matthías.  Ef kennarar eru með svo og svo marga "erfiða" nemendur í bekk þá fá þeir aðstoð.  Það er því ákveðinn hvati fyrir kennara að fá greiningu - viðeigandi lyf - og aðstoð fyrir viðkomandi nemendur.  Ef við erum með of stóra bekki er hætt við því að við fáum of mikið af lyfjum í kaupbæti.  Hvaða einkaskólar taka ekki við nemendum sem þurfa stuðning eða sérkennslu?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 8.2.2016 kl. 10:36

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Allir virðast luma á sögum um hina hræðilegu einkaaðila þrátt fyrir að 0,3*0,6 = 18% stráka þurfi sérkennslu/stuðning í opinbera kerfinu, og 12% stúlkna (ef tölurnar eru réttar).

Nú nota ég gleraugu og er bæði með mikla nærsýni og mikla sjónskekkju. Einkaaðilar eru ólmir í að hjálpa mér! Ég flakkaði á milli búða núna í haust og lét sannfæra mig um ágæti þeirra tækni og þeirra lausna, og hafði bæði verð og gæði í huga, og greiðslumöguleika og tryggingar, og endaði á að velja einn aðila. Ef nú bara slíkur lúxus væri í boði fyrir fleiri! Ef ríkisvaldið byði upp á "ókeypis gleraugu" sem ég gæti leyst út vegna skattgreiðslna í opinberan sjóð er ég ansi hræddur um að fyrir mér færi eins og sjúklingum og nemendum sem þurfa að reiða sig á opinbera kerfið: Biðlistar, rýrnandi þjónusta, veikari hvatar til að gera betur, minna svigrúm til að prófa sig áfram með nýjar lausnir. 

Talan "30%" er greinilega ekki næg ástæða fyrir alla til að hugleiða aðrar lausnir en ríkieinokun. Ætli 50% verði nóg?

Geir Ágústsson, 8.2.2016 kl. 10:46

5 Smámynd: Steinarr Kr.

Ég er með fatlað barn, sem, með aðstoð stendur sig vel í skóla.  Áður fyrr var börnum í hennar stöðu trukkað í sérskóla og töldust ekki með í þessari talnaleikfimi sem þú vísar í.  Forsendurnar eru ekki bara fleiri tossar, eins og virðist vera hægt að lesa hér í gegn um grein og athugasemdir.

Steinarr Kr. , 8.2.2016 kl. 19:21

6 identicon

Hver var að tala um tossa hér annar en þú Steinarr?  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 8.2.2016 kl. 20:07

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Steinarr,

Ég afsaka ef ég móðgaði einhvern eða misskildi tölurnar. Það sem ég les er að síðan 2004 hefur börnum í sérkennslu fjölgað gríðarlega síðan 2004-2005. Fjöldi þeirra sem glíma við fötlun er mjög ólíklega uppistaðan í þessari fjölgun (giska á að sá fjöldi sem hlutfall af heildarfjölda skólabarna sé nokkuð stöðugur).

Það er líka vafasamt að tala um tossa. Miklu frekar er hægt að tala um misræmi milli þess sem börnin þurfa á að halda í venjulegri kennslustund og þess sem er í boði. Þetta misræmi virðist vera að vaxa - hratt! 

Kannski er þetta foreldrum að kenna. Þau nenna ekki að lesa með krökkunum og rétta þeim bara iPad. Þau spurja ekki út í námið. Heimanám hefur jafnvel verið aflagt. Kennarinn gefur krakka góðar umsagnir ef hann bara heldur kjafti og eyðileggur ekki kennslustundina. Faglega fer krakkanum ekkert fram og hann þjálfar ekki með sér aga til að setjast yfir verkefni eða þolinmæði til að læra að skilja. Þetta er mín kenning (byggð á upplifun minni af mínum kynnum af dönskum grunnskólum).

Sem sagt: Ég held að hvorki tossar né líkamlega og andlega fatlaðir séu hér uppistaðan í tölfræðinni. 

Geir Ágústsson, 8.2.2016 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband