Birgitta má alveg skipta um skoðun

Birgitta Jónsdóttir er vinstrimaður og pólitískur vindhani en má eiga að hún segir skoðun sína umbúðalaust. Maður þarf ekki að vera í vafa um afstöðu hennar þegar hún tjáir sig. Að sú afstaða breytist í sífellu eða sé oft mótsagnarkennd er ekkert einstakt. Yfirleitt er slíkt til merkis um hugmyndafræðilegt flökt - skort á grunngildum og hugsjónum - en ekkert sem er einstakt við Birgittu og miklu frekar dæmigert fyrir stjórnmálamann. 

Og auðvitað á hún að fá að breyta um afstöðu hérna og bjóða sig fram aftur. Ef Píratar telja það vera sér til framdráttar þá þeir um það. 

Hún má eiga það að Píratar hennar hafa blásið nýju lífi í íslenska pólitík. Sumir af kjörnum fulltrúum Pírata virðast vera mjög vandaðir einstaklingar sem taka starf sitt alvarlega og bjóða jafnvel upp á hugsjónir og stefnufestu í einstaka málum. Þessir einstaklingar hefðu líklega aldrei fengið hljómgrunn í öðrum flokkum vegna sérvisku eða skorts á pólitísku uppeldi innan ungliðastarfs. Píratar eru eins konar tilraunastofa. Gallinn er svo að enginn veit hvað er í pokanum fyrr en búið er að telja öll atkvæði.

Nú ættu menn að hætta að hamast í Birgittu og byrja að undirbúa málefnalega kosningabaráttu. Það er mín ágiskun að þar standi hún mun verr en í svona stóryrðaslagsmálum. 


mbl.is „Óábyrgt að fara frá borði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég held að meint pólitísk stefnufesta hennar sé nú fyrst og fremst sorgleg.

Jón Valur Jensson, 7.2.2016 kl. 20:41

2 identicon

"enginn veit hvað er í pokanum " svona hálfgert Forrest Gump

Lífið er einsog konfektkassi

ef til vill er það þessi einfaldleiki sem fer svo vel í kjósendur

eitt mál og engin skoðun á öðru

Grímur (IP-tala skráð) 7.2.2016 kl. 21:20

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Jón Valur,

Pólitísk stefnufesta er alls ekki eitthvað sem ég tengi við Birgittu. Þvert á móti - hún er pólitískur vindhani. Mér fannst aðdáunarverðara að fylgjast með Jón Þór áður en hann hætti á þingi (hann stóð við stór orð um að hætta eftir 2 ár) og Helgi Hrafn á líka góða spretti og er að eignast marga aðdáendur á öllu pólitíska landakortinu. Í Reykjavík er svo Halldór Auðar Svansson maður sem hugsanlega stendur af sér eitthvað af kjaftæðinu en mér gæti skjátlast hræðilega. 

Enginn þessara manna hefði náð árangri í prófkjörum hefðbundnu flokkanna.

Á móti kemur að fyrir hvern Pírata sem virðist vera varið í eru margir sem eiga ekkert erindi á þing eða í sveitastjórn. Þetta er því mjög blandaður réttur: Menn þurfa að tyggja oft til að hitta á góðan bita! 

Geir Ágústsson, 8.2.2016 kl. 05:47

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, ég er nokk sammála þér um þessa kvensu.

Og þetta er ótrúlega blankt lið hugmyndalega yfirhöfuð að tala.

Jón Valur Jensson, 10.2.2016 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband