Af nægu að taka í ríkisrekstrinum en ...

Aukin framlög úr vösum skattgreiðenda eru ekki lausnin á vanda heilbrigðiskerfisins á Íslandi. Þótt þau yrðu tvöfölduð þá væri kerfið fljótt að taka upp hið mikla fjármagn og fara út í rangar fjárfestingar. Hvatarnir í hinu opinbera kerfi eru einfaldlega allt aðrir.

Hvað segðu menn ef Bónus hækkaði vöruverð sitt um 3% og bæri við fjárskorti? Myndu viðskiptavinir Bónus sýna slíku hollustu eða hlaupa til samkeppnisaðilanna? Sennilega hlaupa þeir til samkeppnisaðilanna sem geta boðið sama úrval, sömu þjónustu og sömu þægilegu innkauparammana en fyrir lægra verð.

Ekkert slíkt aðhald finnst í hinu opinbera kerfi. Þar ríkir einokun - eitthvað sem menn þykjast sjá merki um úti um allt er en fyrst og fremst einkenni opinbers reksturs. 

Hitt er rétt að af nægu er að taka í ríkisrekstrinum sem mætti nýta í eitthvað annað. Íslendingar niðurgreiða til dæmis afþreyingu og svínakjöt en af hvoru tveggja er nægt framboð frá öllum heimshornum og því einkennilegt að íslenskir skattgreiðendur þurfi að standa undir slíkri framleiðslu. 


mbl.is Á að bora göt eða hlúa að fólki?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband