Á sama tíma á öðrum stað í bænum ...

Á meðan lögreglan eyddi tíma sínum og fjármunum skattgreiðenda í að elta uppi plöntur í Hafnarfirði gerðist (hugsanlega) ýmislegt á öðrum stöðum í bænum.

Á einum uppgötvaði maður innbrot og hringdi á lögregluna. Honum var sagt að skrifa sína eigin skýrslu og senda til lögreglunnar. Lögreglan hefur ekki tíma til að sinna svona málum.

Á öðrum lenti maður í því að ókunnugur karlmaður veittist að honum með hníf og vildi fá veskið hans. Hann tekur á flótta og hringir á lögregluna en enginn lögreglubíll var í nágrenninu. Hann var rændur.

Á enn öðrum stað kom kona að ölvuðum manni sofandi í stigaganginum sínum en sá ekki fram á að geta flutt hann, fyrir utan að þora því ekki. Hún þekkti manninn ekki og vissi ekki hvað hann mundi gera ef hann vaknaði. Hún hringir á lögregluna og biður um aðstoð. Lögreglan segir að hún geti ekki sinnt svona útköllum og að hún þurfi að leita á náðir nágrannanna. 

Lögreglan ber við fjársvelti og skorti á mannskap. Það er að hluta til ekki hennar sök. Hún hefur mikið fyrir stafni. Mörg kjánaleg lög halda henni upptekinni, nánast sama hvað margir eru á vakt. Að hluta til getur hún samt kennt sjálfri sér um - hún forgangsraðar sumu umfram annað - einbeitir sér að löstunum, ekki glæpunum.

Ég vona að þessar kannabisplöntur fái friðsæla förgun. 


mbl.is Stöðvaði ræktun á tveimur stöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband