Svíar lærðu af reynslunni

Fyrir nokkrum áratugum sáu Svíar hvert stefndi ef ríkisvaldið héldi áfram að einoka alla heilbrigðisþjónustu: Kostnaður færi síhækkandi og gæðin versnandi. Heilbrigðisþjónustan yrði þyngri og þyngri baggi sem skilaði sífellt minna af sér. Róttækar breytingar voru gerðar. Í dag er heilbrigðiskerfi Svíþjóðar blanda af opinberum rekstri og einkarekstri. 

Wikipedia segir svo frá: "Private companies in 2015 provide about 20% of public hospital care and about 30% of public primary care ..."

Á öðrum stað segir: "Today, you can find private hospitals with for-profit healthcare operations, which encourages the promotion of Sweden as a top destination for medical tourism."

Vissulega greiðir hið opinbera fyrir nánast alla heilbrigðisþjónustu í Svíþjóð (eitthvað sem mörgum finnst heillandi) en einkaaðilar fá að bjóða í sjúkdómana og veikindin ef svo má að orði komast og bjóða upp á valkosti við opinberar stofnanir. Í Danmörku er eitthvað svipað uppi á teningnum. Þetta er hið norræna módel. Á Íslandi er miklu frekar hægt að tala um hið sovéska módel.  

En af hverju fóru Svíar út í að leyfa einkaaðilum að taka að sér verkefni í heilbrigðiþjónustu? Það var af hreinni pólitískri nauðsyn (svipaðri því og neyddi Ný-Sjálendinga á sínum tíma til að skera landbúnaðarkerfið úr snöru hins opinbera). Sérstaklega var ástandið orðið slæmt í Stokkhólmi eins og rekið er í viðhengdu skjali frá sænsku hugveitunni Timbro. Hafa sumir talað um breytingarnar þar á bæ á 8. áratug 20. aldar sem byltingu. Það sem hægri- og miðjumennirnir losuðu úr greipum ríkisvaldsins urðu vinstrimennirnir að láta eiga sig þegar þeir náðu aftur völdum. Þeir gátu einfaldlega ekki aflífað einkaframtakið, svo vel gekk það. 

Nú fer íslenskur læknir og sérfræðingur til Svíþjóðar til að vinna fyrir einkarekið fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu. Íslendingar gætu hæglega gert nauðsynlegar breytingar þannig að Ísland laði að sér erlenda sérfræðinga (eða þá íslensku sem velja frekar að starfa erlendis fjarri vinum og ættingjum en hoppa inn í hið íslenska kerfi). Til þess þarf samt róttækar breytingar sem enginn virðist þora út í. 


mbl.is Ráðinn forstjóri spítala í Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

"En af hverju fóru Svíar út í að leyfa einkaaðilum að taka að sér verkefni í heilbrigðiþjónustu? Það var af hreinni pólitískri nauðsyn"

Það var einfaldlega vegna þess að hægrimenn komust til valda.

"Þeir gátu einfaldlega ekki aflífað einkaframtakið, svo vel gekk það. "

Er það? Almennilegar heimildir vantar.

Matthías Ásgeirsson, 28.12.2015 kl. 11:12

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Á þessum tíma var hagvöxtur í Svíþjóð byrjaður að dala verulega eftir velmegunarár lágskattaáranna og eyðslusukk jafnaðarmanna (tímabil þar sem Svíþjóð fór úr því að vera samkeppnishæft lágskattaland í háskattaland með stöðnun). Það stefndi í óefni. Norrænir hægrimenn verða seint þekktir af pólitísku hugrekki og viljanum til að ráðast í óvinsælar aðgerðir (þótt norrænir vinstrimenn séu hér töluvert verri). Það má því teljast líklegt að þeir hafi talið um nauðsyn að ræða. 

Í viðhengdum texta leiðir höfundur rökum að því að úr því jafnaðarmenn tóku EKKI aftur einkavæðingar hægri/miðjumannanna þá hafi það verið af því að þeirr sáu enga ástæðu til þess í ljósi þess hvað ánægja var mikil meðal bæði starfsmanna og sjúklinga. Seinna tóku hægrimenn fleiri skref í sömu átt, t.d. í menntakerfinu, og aftur héldu jafnaðarmenn að sér höndum við að spóla til baka þegar þeir komust til valda.

Úr viðhengdum texta:

"When, a couple of months later, the Social Democrats won the Council majority, the new leader, Mr Bosse Ringholm ..., visited the hospital to bring the good news of de-enterprising the St Goran, returning the hospital to the fold of the Council’s traditional values.

Seldom has a political gift been less appreciated. Mr Ringholm was seen off by the employees with a flea in his ear: Don’t mess with our hospital enterprise! So there was no change of regime, ..."

Geir Ágústsson, 28.12.2015 kl. 11:37

3 Smámynd: Geir Ágústsson

En úr því talað er um heimildir:

Af hverju halda Íslendingar að sovéska fyrirkomulagið á Íslandi sé betra en hið blandaða norræna módel?

Af hverju halda Íslendingar að Norðurlöndin séu með betra heilbrigðiskerfi en t.d. Svisslendingar og íbúar Singapora?

Halda Íslendingar að valið standi á milli hins íslenska kerfis og hins - að mjög mörgu leyti gallaða - bandaríska kerfis? (Nánar um hið bandaríska kerfi hér.)

Halda menn að kjaradeilur heilbrigðisstarfsmanna sé eitthvað náttúrulögmál?

Halda menn að biðlistar séu sjálfsagður hluti heilbrigðisþjónustu?

Halda menn að ef ríkisvaldið er ekki allt í öllu þá muni heilbrigðisþjónusta, t.d. fyrir tekjulága, gufa upp eða versna?

Halda menn að einhver rekstur hafi gott af því að vera í áskrift að fé skattgreiðenda en um leið vafinn inn í þungt regluverk leyfisveitinga og opinberrar íhlutunarsemi?

Geir Ágústsson, 28.12.2015 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband