Heimild til verktöku - hvað er það?

Oft má gera úlfalda úr mýflugu:

Að sögn Gylfa grein­ir deiluaðila aðeins á um eitt atriði, en veiga­mikið; hvort Rio Tinto fái að nýta sér nýj­ar heim­ild­ir til verk­töku.

Með öðrum orðum: Ef einhver getur gert eitthvað betur og ódýrar en sá sem sinnir tilteknu starfi í dag þá má ekki nýta sér starfskrafta þess aðila nema sá sem nú þegar situr að starfinu gefi til þess sérstakt leyfi.

Heitir þetta ekki brot á samkeppnislögum?

Segjum að Bónus hefji samstarf við aðila sem getur framleitt brauð fyrir eina krónu og Bónus getur selt á tvær krónur. Í umhverfi verkalýðsfélaga þyrfti Bónus að fá sérstakt leyfi bakara sem framleiða brauð á hundrað krónur til að geta selt hið nýja brauð á tvær krónur. Einnig þyrfti Bónus að viðra málið við samkeppnisaðila sína, Krónuna og aðra. 

Þætti engum þetta vera skrýtið?

Nú ala verkalýðsfélög mikið á ótta við að verktakar - sérstaklega erlendir - grafi undan atvinnulífinu og undirbjóði þar til allir sitji eftir með sultarlaun. Svona töluðu verkalýðsfélögin þegar spunavélar leystu rokkinn af hólmi. Svona tala verkalýðsfélög í Noregi þegar íslenskir hjúkrunarfræðingar sækja um störf þar í landi. Svona tala útgerðir í Evrópu þegar þær íslensku mæta á svæðið. Svona tala talsmenn atvinnulífsins í Evrópusambandinu þegar álframleiðendur setja upp verksmiðju í ódýru raforkuumhverfi Íslands.

(Nú er ég reyndar ekki viss um að Norðmenn bölvi íslensku vinnuafli eða að iðnaður meginlands Evrópu kvarti yfir íslensku raforkuverði en kannski þurfa þessir aðilar bara að læra af útlendingafælni hinna íslensku verkalýðsfélaga.)

Á endanum græða samt allir. Sérhæfing er til dæmis eitthvað sem blómstrar þegar menn þurfa að keppa í bæði verði og gæðum og geta ekki lokað verksmiðjum sem fara ekki að fyrirmælum dómsdagsspámanna úr röðum verkalýðsfélaga. 

Síðan má það ekki gleymast að hérna eru verkalýðsfélög að beita löggjöfinni til að svína á eignarrétti eigenda álversins í Straumsvík. Verkalýðsfélögin eru að segja: Með ykkar pening megið þið ekki semja við hvern sem er um hvað sem er - ólíkt okkur sjálfum sem látum erlenda verktaka hiklaust byggja sumarbústaði okkar og skúra gólfin á skrifstofum okkar - nema fá til þess sérstaka heimild frá okkur.

Megi verkfallið enda á löggjöf sem sviptir verkalýðsfélög verkfallsréttinum svokallaða og geri hvern og einn starfsmann ábyrgan fyrir kjarabaráttu sinni og mætingu í vinnuna.


mbl.is Stál í stál í deilu álversmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband