Lausnin er einföld

Lausnin á öllum heimsins mengunar- og útblástursvandamálum blasir við. Menn þurfa bara að finna einhverja óendanlega orkuusprettu og gera hana hagkvæma í framleiðslu.

Einfalt, ekki satt?

Í leiðinni getum við hætt að kaupa olíu af Miðausturlöndum og leyft vandamálum þeirra að vera þar.

Menn eru að tala fyrir vindorku, sólarorku og jafnvel kjarnorku en það er ekki lausnin. Allt er þetta dýr tækni og annað vandamál, hagkvæm og örugg varðveisla á raforku, stendur eftir óleyst. Olíu og kol er jú hægt að koma á milli heimshluta og varðveita þar til orkuþörfin verður til. Það er ekkert mál að framleiða raforku - vandamálið er geymsla hennar.

En á meðan þurfum við að halda áfram að treysta á olíu, kol og gas. Þannig er það bara, sama hvað líður mótmælum þeirra sem nýta sér sömu orku til að knýja sig á mótmælastaði. 


mbl.is 570 þúsund tóku þátt í mótmælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég tek þetta ekki til mín, Geir. Ég notaði íslenska raforku til að fara fram og til baka á mótmælafundinn í dag austan af Borgarholti í Grafarvogshverfi og hún kostaði 5 krónur.

Ómar Ragnarsson, 29.11.2015 kl. 19:45

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Kjarnorka er mjög góð, svolítið dýr í að koma upp - sennilega ástæða þess að kínamenn eru ekki með hana - en blæs engu út nema gufu.

Mig grunar einhvernvegin samt að kínamaðurinn ætti að splæsa á nokkur kjarnorkuver.  Kostnaðurinn við allan þennan asma getur ekki verið minni.

Ásgrímur Hartmannsson, 29.11.2015 kl. 19:51

3 identicon

Við erum að borga mun hærra verð fyrir að nota olíu og kol heldur en það myndi nokkurntíman kosta okkur að nota sólar eða vind orku. Þær tæknir kosta jú bara peninga. Jarðorkan er að kosta okkur jörðina.

Atli Þór (IP-tala skráð) 29.11.2015 kl. 20:11

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Atli Þór ætlar þú að bjóðast til að vera án raforku, þangað,til að það er búið að finna eitthvað til sem gerir vind og sólarorku næga til að standa undir eftirspurn?

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 29.11.2015 kl. 20:22

5 identicon

Þú gleymdir sjávarorku. Set hér inn myndband sem er afar fróðlegt inn í þessa umræðu. Tek það fram að ég tel sálf að við eigum að vinna í því að finna lausn með hreina orku, allt nema kjarnaofna slíku verður að hætta. Ég er á móti virkjunum þar sem náttúrunni er fórnað, en það eru aðrar lausnir. Ætla ekkert að ræða það neitt frekar hér.  Hér er hlekkurinn þess virði að horfa á.  Bara afrita hann, líma og horfa.

https://www.youtube.com/watch?v=52Mx0_8YEtg

Linda (IP-tala skráð) 29.11.2015 kl. 23:03

6 identicon

Að sjálfsögðu ekki. Ég er ekki að segja að við getum skift yfir algerlega í dag eða á morgun, en við þurfum að hætta að rembast við að halda í jarðorkuna, eins og við höfum verið að gera seinustu áratugi. Græn orka er ef til vill ekki tilbúin í dag til að standa undir 100% af því sem við þurfum, en stór partur að þeirri jarðorku sem verið er að brenna gæti frekar auðveldlega verið skift út fyrir þá tækni sem við höfum ákkúrat núna.

Það sem stendur í veg fyrir það eru peningar, og þau gríðarlegu pólitísku völd sem olíufyrirtækin hafa, ekki einhver tæknileg vandamál. - Til dæmis, ef við horfum til Bandaríkjana, þá hafa verið set up plön til að nýta sólarorkuna í eyðimörkum landsins. Frekar augljós lausn, til að minka mengun landsins. En kostnaðurinn, og pressa frá olíufyrirtækjunum, hafa eyðilögt þau plön.

Ef við horfum heim til Íslands. Við erum heppin á þann veg að við getum framleitt gríðarlegt magn raforku á nánast 100% grænan hátt. En þrátt fyrir það erum við nánast öll keyrandi um á bensín eða olíu bílum. Hverning meikar það sense? Af hverju erum við ennþá að brenna peninga í stað þess að nýta raforkuna almennilega?

Svarið er, eins og alltaf: peningar. Rafbílar eru dýrir, og það er takmarkaður aðgangur að stöðum til að hlaða bílana. Ef Íslenska ríkinu væri alvara í því að minka mengun landsins þá væru þeir að henda peningum í þessi vandamál; auka skatta á olíubíla og nota þá til að minka skatta á rafknúin farartæki, og gera aðstöðu fyrir þau betri.

Við ættum að taka Ómar okkur til fyrirmyndar og hætta að henda peningum óþarflega í olíufyrirtækin.

Atli Þór (IP-tala skráð) 29.11.2015 kl. 23:08

7 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Orkubyltingin

000

Garðar skrifar:

http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1560116/?item_num=0&searchid=83286e794b827655c96e959a88ffbb191f960949

„Orkubyltingin mikla er að hefjast.“

Það sem er sérstakt við þessa kjarnaofna er að þeir geta notað þóríum, úran og plútón sem eldsneyti og breyta allt að 99% orkunnar í varma í stað 2-3% nýtingar eins og hún er í dag.

Og það þarf ekki að auðga úranið.

Það þýðir að þessir kjarnaofnar eru allt að 100 sinnum betri en þeir sem notaðir eru í dag og margfalt umhverfisvænni.

Úrganginn frá þeim þarf einungis að geyma í fáeina áratugi í stað tugþúsunda ára.

Og það sem meira er:

Úrganginn frá núverandi kjarnaofnum ásamt kjarnorkuvopnum má vel nýta sem eldsneyti.

Það er stórt, vistvænt framfaraskref út af fyrir sig.“

***

„Breytt staða

Frumefnið þóríum heitir í höfuðið á norræna þrumuguðinum Þór.

Það er kannski táknrænt að þóríum mun væntanlega hafa mikil áhrif hér á Sögueyjunni.

Í mínum huga er það þannig að við höfum um þrjú ár til að fá hingað orkusækinn iðnað.

Eftir það fer varla nokkur norður í Ballarhaf til að ná sér í orku.

Enginn veit því fyrir víst í hvaða stöðu við verðum til að semja um raforkuverð eftir nokkur ár.“

Þetta skrifar Kjartan Garðarsson.

Jónas Gunnlaugsson, 30.11.2015 kl. 01:11

8 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Ómar Ragnarsson er góð fyrirmynd. Ómar er hins vegar í flestum tilfellum einn á ferð á Náttfara. Hann þarf ekki að drattast með börn í skóla eða íþróttaæfingar lengur. Alveg sjálfsagt að hjóla og spara gjaldeyri og sjálfum sér ferðakostnað. Barasta hið besta mál. Maður hengir hinsvegar ekki fjögur börn utaná Náttfara og skutlar þeim milli staða. Í það notar maður bíl. Hann getur verið knúinn jarðefnaeldsneyti eða raforku. Alveg sjálfsagt að nota rafmagnið eins og hægt er og minnka olíubrennsluna og gróðan til furstafjandanna í Sádí og víðar. 100% hrein orka er hins vegar ekki til. Punktur og basta.

Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 30.11.2015 kl. 01:11

9 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Hér er linkur um sama efni.

The Economist: Þóríum kjarnorkuver að veruleika.

 http://jonthorolafsson.blog.is/blog/jonthorolafsson/entry/1375313/

Jónas Gunnlaugsson, 30.11.2015 kl. 01:34

10 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

ég á von á heppilegri bílum á næstunni, á viðráðanlegu verði,en þessir eru forvitnilegir núna.

Mitsubishi Outlander PHEV er fyrsti fullvaxni rafknúni fjórhjóladrifsbíllinn sem knúinn er íslenskri orku og bensíni.1,8 á hundraðið.

Volvo XC90 T8 2,5 á hundraðið

Tesla

Jónas Gunnlaugsson, 30.11.2015 kl. 01:53

11 Smámynd: Geir Ágústsson

Takk fyrir athugasemdirnar, margar hverjar fróðlegar.

Nú finnst mér athyglisvert að menn beri því við að pólitíkin sé hindrun. Hún er það bara ekki. Það er raunar pólitík sem heldur stærstu orkuframleiðendum heims í spennitreyju skatta og annarrar opinberrar álagningar (og já, ég er hér að halda því fram að greyið risaolíufyrirtækin séu skattpínd um of).

Vandamálið er tæknilegs eðlis (og um leið fjárhagslegs því hver vill sjá sparifé sitt brenna upp til að elta pólitíska vinda?). Fullkomnustu batterí heims eru enn of stór, þung, flókin og óörugg til að leysa af olíuna sem geymslu fyrir raforku. Mörg þeirra eru sneysafull af baneitruðum efnum. Þau treysta á aðgengi að dýrum hleðslustöðvum sem er erfitt að þjónusta, t.d. fjarri þéttbýli. 

Það er enginn vandi að framleiða raforku. Menn nenna að vísu ekki að hafa vindmyllur í bakgarðinum eða horfa upp á heilu fuglategundirnar steikja sig lifandi við flug framhjá sólarorkuverum og vilja heldur ekki virkja vatnsföll eða prófa kjarnorku eða hvað það nú er - allar tegundir eiga sína eigin mótmælendur.

Í dag búa um 40 þúsund manns sig undir að tala út úr rassgatinu á sér um eitthvað sem þeir hafa lítið vit á en geta í leiðinni drukkið rauðvín á kvöldin á kostnað skattgreiðenda og safnað flugpunktum fyrir sig persónulega á kostnað annarra. *andvarp*

Geir Ágústsson, 30.11.2015 kl. 05:23

12 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Hér eru smá upplýsingar.

http://www.mbl.is/greinasafn/grein/609466/

Rafgeymar, efnarafalar

Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 30.11.2015 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband