Harmleikur á harmleik ofan

Flóttamannastraumurinn frá Sýrlandi er mannlegur harmleikur af mörgum ástæðum.

Fólk er að flýja bæði stríð og efnahagslegt ástand. Hvoru tveggja má að svo til öllu leyti skrifa á yfirvöld í Miðausturlöndum auk hinna ýmsu æðstupresta sem nota trúarbörgð sem tylliástæðu til að ná völdum yfir öðrum. Hin ýmsu yfirvöld skiptast á að senda peninga til hinna og þessara herskáu hópanna í von um að rétt blæbrigði íslam verði ofan á í vopnuðum átökum. Yfirvöld viðhalda einnig efnahagsstefnu sem skilar engu nema fátækt til almennings. Þegar þetta tvennt leggst saman - eilífur ófriður og ömurlegt efnahagslegt ástand - er ekki skrýtið að fólk flýi.

Meðal flóttamannanna eru heilu hóparnir af barnlausum karlmönnum sem eru sennilega ekki að flýja ófrið í sjálfu sér heldur fljóta með flóttamannastraumnum inn í Evrópu þar sem þeir sjá fram á betra eða auðveldara líf. Sumir vilja vinna en aðrir vilja komast á opinbera framfærslu. Þeir munu ekki leggja sig mikið fram til að aðlagast móttökulandi sínu nema síður sé. 

Margir flóttamannanna eru vissulega barnafjölskyldur sem óttast um líf sitt. En af hverju að sigla yfir Miðjarðarhafið á leikum bátum? Það er sennilega af því Tyrkland hefur skellt í lás, og ríkin sunnan við Sýrland hafa engan áhuga á þessum harmleik þrátt fyrir að vera beinlínis hluti af ástæðum ófriðarins. Saudi-Arabía hlýtur að toppa hræsnina:

While European countries are being lectured about their failure to take in enough refugees, Saudi Arabia – which has taken in precisely zero migrants – has 100,000 air conditioned tents that can house over 3 million people sitting empty. (Heimild)

Nú veit ég ekki hversu lengi Evrópa á að taka við. Kannski hættir hún aldrei fyrr en óeirðir einkenna daglegt líf í mörgum borgum eða þar til kosningar sópa öllum núverandi stjórnmálamönnum út í atvinnuleysi, eða þegar almenningur fer að streyma á göturnar og byggja veggi í kringum hverfin sín. Það kemur í ljós. 

Það er erfitt að horfa upp á þennan mannlega harmleik sem skekur nú Sýrland og íbúa landsins, og þá sérstaklega börnin sem eru stærstu fórnarlömbin í öllu þessu. 


mbl.is Annað barnslík rak á land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi mannlegi harmleikur er þegar kominn til Evrópu.

Tyrkir og Kúrdar berjast nú þegar innbyrðis í Svíþjóð og þurfti að kalla til heimavarnarlið til að skakka leikina.

Komið til að vera.

Aylan Kurdi var sonur smyglarans sem stýði bátnum. Hann ætlaði að fara til Svíþjóðar og fá fríar tannlækningar.

Það er ekki allt sem sýnist.

Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 18.9.2015 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband