En hvað með augljósustu lausnina?

Lagt er til að allir ferðamenn á Íslandi verðir ónáðaðir gríðarlega, veski þeirra tæmd og þeir á flæmdir frá landinu með slæma umsögn í farteskinu. Ég held að Íslendingar verði þá fljótir að leysa þau vandamál sem þeir telja fylgja komu margra ferðamanna, því fáir munu nenna að koma ef svona meðferð býður þeirra. 

Hvað með að gefa landareigendum einfaldlega full yfirráð yfir eignum sínum í staðinn? Þeir gætu þá girt af, rukkað, byggt stíga og beint umferð frá sumum svæðum og á önnur?

Með öðrum orðum: Að leyfa landeigendum að stýra aðgangi að landi sínu á sama hátt og venjulegur maður stýrir aðgangi að veislusal í sinni eigu, eða eigin stofu á eigin heimili?

Er það of augljós lausn fyrir spekingaklúbba landsins?

 


mbl.is Ferðamenn verði skyldaðir á námskeið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gamansamir pottverjar á Þingeyri. Er ekki rétt að skylda ferðamenn að koma við á Hrafnseyri. Gera göng frá Þingeyri í stað þeirra sem áttu að koma innar. Staðarhaldarinn og allir hinir þyrftu þá að fara í Háskóla Ísafjarðar til að taka leiðsögumannapróf og fá fullgildingu sem þjóðgarðsmenn Vestfjarða. Ágæt viðbót við hinn markverða hóp embættismanna sem koma að vestan.

Sigurður Antonsson (IP-tala skráð) 17.9.2015 kl. 12:09

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Gallinn við svona gamansemi (eða alvöru) er að hún hringir öllu réttu bjöllunum í hausum stjórnmálamanna sem sjá sér leik á borði til að gera eitthvað mjög svo sýnilegt sem að auki sópar fé í hirslur hins opinbera sem þarf svo að sækja um með tilheyrandi hundakúnstum að hætti hins opinbera.

Það má ekki heyrast minnst á skatta, boð og bönn á Íslandi án þess að allir hrópi húrra. En sé talað í hina áttina - fyrir auknu svigrúmi og frelsi - þá fara allir í djúpar hugleiðingar og fyllast efasemdum.

Geir Ágústsson, 17.9.2015 kl. 12:34

3 identicon

„Við þurf­um að gera eitt­hvað. Ein­hver þarf að taka af skarið. Þetta er fram­lag í þann pott.“  Þetta talar alveg til stjórnmálamannsins.  Eitthvað.  Pottur.   Og svo rúsínan í pylsuendanum.  Þessi einhver sem þarf að taka af skarið og fórna sér fyrir alla hina.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 17.9.2015 kl. 12:58

4 identicon

Yfirboð "spekinga" hefur lengst af yfirkeyrt hér allt efnahagslíf. Nú fer ungt fólk til Danmerkur eða Noregs til að eignast húsnæði. Kemur svo síðar með börn sín þegar atorkumestu árin eru að baki. Þá hafa þau selt húseignir sínar og geta eignast húsnæði á litalandinu það sem þau nauðbeygð þurftu að yfirgefa.

Ísland er að verða ferðamannaland þar sem er vöxtur. Hann hefur ekki náð til Vestfjarða enn að neinu marki. Vandamálið þar eins og víða annarsstaðar er að það vantar ungt fólk til að þjónusta og bera uppi samgöngur og samfélag. Fiskeldið á Vestfjörðum þarfnast mannskaps eigi það að blómstra. " Potta spekingarnir" hafa ekki leyst það mál.

Sigurður Antonsson (IP-tala skráð) 17.9.2015 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband