Engar reglur, en mikil regla

Þegar flugfélög á Íslandi auglýsa flugsæti á tilboðsverði gilda engar reglur eða viðmiðanir um hversu mörg sæti þurfi að vera í boði á tilgreindu verði. Formaður Neytendasamtakanna segir það vera á ábyrgð neytenda að vera vakandi. 

Er þetta frétt?

Auðvitað þurfa neytendur að vera vakandi. Sofandi neytendur eru neytendur sem borga mikið og fá lítið. Reglur svæfa neytendur. Nú gilda til dæmis hvergi fleiri reglur en um rekstur fjármálastofnana og neytendur ganga sennilega út frá því að þar með sé allt í lagi með rekstur þeirra. Bankarnir nýta svo tækifærið og rukka fyrir allt sem þeir geta á eins ógegnsæjan hátt og þeir komast upp með, og ekki veitir af því regluverkið kostar þá alveg ógrynni fjár. 

Ákall margra eftir fleiri reglum er til merkis um algjört skilningsleysi á lögmálum markaðarins. Upplýsingafulltrú WOW air orðar þetta ágætlega: „Þetta er svo sí­breyti­legt eft­ir áfanga­stöðum, árs­tíma, fram­boði og eft­ir­spurn að ekki er hægt að skipta þessu í ein­hverja ákveðna pró­sentu.“

Sömu orð gilda um allt frá verðlagi rjómaíss og svínakjöts til lopapeysa. Með því að stilla af framboð og eftirspurn í gegnum verðlagið er verið að koma takmörkuðum framleiðsluþáttum í hagkvæmasta farveginn. Ef stefnir í að rjómaís sé að verða uppseldur er upplagt að hækka verð á honum til að tryggja að þeim sem langar mest í ísinn fái hann á meðan þeir sem tíma ekki að borga meira geta fengið sér eitthvað annað. Hið hækkandi verðlag gefur um leið skilaboð til framleiðenda um að framleiða meira og svala þannig eftirspurninni miklu. Allir vinna til lengri tíma þótt sumir þurfi að sætta sig við gosdrykk tímabundið á meðan verðlagið er hátt og hin aukna framleiðsla er á leiðinni. 

Regluverk ruglar neytendur, deyfir aðhald þeirra og fer strax út í verðlagið sem aukinn kostnaður við að stunda viðskipti. Ríkisvaldið nýtur hins vegar góðs af auknum umsvifum og getur haldið her eftirlitsmanna við vinnu og tryggt sér hollustu þeirra við ríkisvaldið, á kostnað allra annarra og sérstaklega hins frjálsa framtaks. 


mbl.is Engar reglur um fjölda tilboðssæta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband