Þarf afreksfólk alltaf að fá klapp á bakið?

Hún er mikil sú þörf margra að þurfa sífellt að láta hrósa sér fyrir vel unnin störf. Gildir þetta bæði um konur og karla. Frænka mín, sem er yfirmaður fólks á mjög breiðu aldursbili, segir að þeir yngri þurfi helst að fá hrós á hverjum degi því annars byrja þeir að leita að annarri vinnu. Hinir eldri láta sér nægja að leggja á sig og vinna vel og vita með sjálfum sér að verk voru vel unnin.

Þessi hrós-þörf er kannski skiljanleg í okkar Facebook/Instagram/Snapchat-samfélagi þar sem hverri einustu máltíð eru gerð góð skil fyrir alla vini og kunningja, hver einasti hlaupatúr auglýstur og hverri einustu ferð í ræktina fylgt eftir með rækilegri lýsingu á öllum æfingunum. Þetta er hugarástand athyglissýki, sem virðist vera orðin hið viðtekna hugarfar. Þeir sem stunda ekki svona auglýsingaherferðir á öllum dagsverkum sínum eru nánast sakaðir um að vera fela eitthvað.

En gott og vel - ég skal alveg taka undir að hversdagshetjurnar hafi ekki hlotið mikla athygli. Sjálfur er ég umkringdur slíkum hetjum, frá níræðri ömmu minni til mömmu minnar. Þetta eru konur sem fórnuðu miklu til að koma börnum sínum á legg. Þeim tókst það nokkuð vel get ég svo bætt við. Það er líklega eina hrósið sem þær þurfa á að halda. Skal þeim samt hrósað hér og nú. Án ykkar væri ég annar og sennilega síðri maður en ég er!


mbl.is Afrekskonur leynast víða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Antonsson

Kvenhetjur Reykjavíkur eru margar. Eins og þú segir unnu þær heimilinu allt og komu upp stórum barnahóp. Reykjavíkurmærin í dag þarf hinsvegar að leita að fyrirmyndum, en gengur verkið illa.

Afrekskonan við þinghúsið er nýjasta útgáfan og stendur skáhallt móti karlinum. Ágætt mótvægi við alla karlastytturnar sem nýja kynslóðin veit varla nöfnin á. Styttan af Héðni Valdimarssyni vakti athygli okkar Vesturbæjar stráka fyrir að hann virtist vera í fótabaði við Hringbrautina. Ekki verri hugmynd en fuglahús Jóns Gnarr við Hofsvallagötuna.

Það var ákveðið "þrekvirki" að gera vændiskonuhlutverkið frjálst og leyfilegt. Ekki er það dáð að draga unga karlmenn fyrir dómara og gera seka fyrir að sinna kalli náttúrunnar? Vinstri afrekskonum nútímans ætti að vera auðvelt að finna samheiti fyrir það verk. Hjákátlegt er að horfa upp á borgarfulltrúa sem hafa ekki annað að gera en að flytja til styttur í borginni.

Sigurður Antonsson, 15.8.2015 kl. 09:41

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Hneigðin í dag virðist vera sú að véfenga allt sem er gamalt og gott. Í stað þess að segja "rótgróið" er sagt "forneskjulegt". Í stað þess að þróa með sér gildi og siðferði er manni sífellt sagt að dæma ekkert sem verra en annað, og helst að hafa engar skoðanir á vali eins né neins á líferni eða lífsstíl. Í stað þess að segja krökkum að ljúka skólagöngunni af eins fljótt og námsval þeirra leyfir og finna sér vinnu eiga allir að búa á stúdentagörðum til æviloka, fara í símenntun og endurmenntun og kasta reglulega öllum sínum gildum og skoöðunum út um gluggann. 

Á móti kemur þá eru allar tölvur með snertiskjá og allir á Facebook-spjallinu.

Geir Ágústsson, 16.8.2015 kl. 18:24

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Í þessum dúr (eða svipuðum): Eftirfarandi bók er á óskalista mínum, og nú er bara að krækja sér í eintak og finna tíma:

http://ftu.dk/?content=detail&id=13260354

Úr bókalýsingu: "Den udviklingstvang, som præger vores kultur, gør os blinde for de væsentligste ting i livet som pligtfølelse, værdighed og sindsro. Svend Brinkmann gør op med den stædige selvudviklingsindustri inden for arbejdsliv, uddannelse og privatlivet og formulerer en modstand mod tidens krav til evig omstilling og forandring. "

Geir Ágústsson, 16.8.2015 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband