Hvort er verra: Kani eða kúgun?

Mikið er ánægjulegt að sjá fréttaflutning frá ástandinu í Írak. Hann var ekki til staðar í tíð Saddam Hussein, en síðan Saddam var komið frá hefur Írak verið eitt vinsælasta fyrirsagnarefni vestrænna fjölmiðla. Ástæðan er auðvitað sú að fréttamenn fá að starfa í Írak og segja frá ástandinu þar, ólíkt því sem áður var (og ólíkt því sem gildir um Kúbu, Norður-Kóreu og fleiri lönd).

Á valdatíma Saddam var miklum fjölda manns haldið af ástæðulausu gæsluvarðhaldi (í okkar skilningi), margir voru pyntaðir og aðrir voru hreinlega myrtir. Tíðindi af þessu bárust ekki vestrænum fjölmiðlum, og ef þau gerðu það þá töldust þau ekki fréttnæm, enda telja margir sjálfgefið að einræðisherrar myrði og pynti þegna sína, og nenna ekki að lesa um það því lítið er hægt að gera í því.

Nú eru aðrir tímar. Bókstafstrúarmenn af sitthvorri bylgjulengd íslamstrúar myrða nú hvern annan í tugatali. Sumir segjast vera berjast gegn "yfirráðum Bandaríkjamanna" (sem þó eru ekki stjórnsamari en það að yfirvöld þar í landi hafa óskað eftir, og fá líklega framgengt, brottflutningi bandarískra hermanna af íraskri jörð). Aðrir vilja einfaldlega að fylgismenn sinnar túlkunar á Kóraninum fái yfirráð yfir öllu því svæði sem kallast Írak í dag. Enn aðrir eru styrktir af Íran og Palestínu (sem veður í aðsendu fé frá samúðarfullum Vesturlandabúum) til að sprengja hvað sem er, vitandi vits að tíðindi af morðum á óbreyttum borgurum rata í vestræna fjölmiðla, og verði til þess að andúð á Bandaríkjamönnum vex.

Ég hef fátt gott að segja um innrás Kanans inn í Írak, og alls enga samúð með því að menn reyni að "byggja upp" þjóð, hvort sem það er í nafni olíuvinnslu eða þróunaraðstoðar. Mér finnst hins vegar ánægjulegt að sjá að frá Írak í fjarveru einræðisherra séu að berast fréttir af gangi mála þar í landi, ólíkt því sem áður var. Gallinn er sá að neikvæðar fréttir selja betur en jákvæðar, og valda þar með einhliða fréttaflutningi. Kenni ég sjálfum mér sem neytanda og fréttalesanda um það, því jákvæðar fréttir ná sjaldnar athygli minni en neikvæðar. 


mbl.is 55 látnir og 70 særðir eftir sprengjuárás í Karbala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband