Einfalt er gott

Margir kunna að meta einfalt fyrirkomulag á hlutum, og að vera ekki að flækja þá að óþörfu. Þannig má oft spara bæði tíma og fé og í leiðinni óvissu og óþægindi.

Óvissa og óþægindi eru samt lifibrauð hins opinbera. Ef viðskipti við hið opinbera væru of einföld er hætt við að fjöldi opinberra starfsmanna yrði atvinnulaus. Þess vegna er tilhneiging hins opinbera yfirleitt sjaldnast sú að einfalda hlutina. Þess í stað eru þeir flæktir. Mismunandi skattprósentur leggjast á hitt og þetta og hinir og þessir geta dregið hitt og þetta frá eða fengið endurgreiðslur eða undanþágur. Ef aðili A kaupir viðgerðarþjónustu gildir skattprósenta X vegna þjónustu og Y vegna varahluta, og af henni er hluti Z frádráttarbær frá skatti Y upp að ákveðnu hámarki. Fallegt, ekki satt?

Hugmynd: Hvernig væri að endurskipuleggja allt skattkerfið þannig að ein, lág skattprósenta leggst á allt sem nú er skattlagt og síðan geta menn fyrir opnum tjöldum byrjað að ræða hver eigi að sleppa betur en annar og hvers vegna? 

Ætli niðurstaðan yrði sú að ferðaþjónusta á Íslandi fengi ríkisstyrki í formi hærri endurgreiðslu frá skatti X en hún greiðir í skatt Y?


mbl.is Hagnast á ólíkum skattþrepum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er að vinna lokaverkefni í Viðskiptafræði, sem einmitt tekur á þessum þáttum.............

Jóhann Elíasson, 21.7.2015 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband