Dýrt að flytja, dýrt að vera

Fyrirtæki leika sér ekki að því að flytja starfsemi sína til. Það er dýrt ferli og hættan er sú að mikil þekking tapist. Svo hvað veldur?

Ein ástæða er auðvitað rekstrarkostnaður og þar vega laun oft mikið. Nú á að snarhækka svo til öll laun á Íslandi á örskömmum tíma og fjármögnun á slíku getur verið þungur baggi fyrir mörg fyrirtæki. 

Skattar eru líka kostnaðarliður sem má ekki vanmeta. Fyrirtæki liggja oft vel við höggi yfirvalda - sérstaklega þau sem virðast þrífast og dafna sama hvað gengur á. Oft kemur þetta niður á fjármagni sem annars rynni í endurnýjun fjárfestinga og vöruþróunar, sem til lengri tíma bitnar á aðlögunarhæfni og hagnaði fyrirtækja. Fyrirtæki hugleiða því oft hvort önnur staðsetning geti lækkað þennan útgjaldalið.

Síðan eru það óbeinir kostnaðarliðir. Fyrirtæki eru oft látin leggja á sig mikla vinnu til að fá ýmis konar leyfi og yfirvöld draga oft lappirnar til að sinna þörfum skattgreiðenda sinna. Hafnarfjörður er hér engin undantekning. Sveitarfélagið nýtur til að mynda góðs af álverinu í Straumsvík en lætur um leið fyrirtækið hafa mikið fyrir t.d. ákvörðunum um breytt skipulag á athafnasvæði þess. 

Að reka fyrirtæki á Íslandi er ekki alltaf góð skemmtun. Stjórnmálamenn eru hér með puttana í öllu og stunda blöndu af ákvarðanafælni og eltingaleik við vinsældir sem bitnar fyrst og fremst á þeim sem borga brúsann. 


mbl.is „Þetta er mjög alvarlegt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nú ekki alltaf svona.  Í Reykjavík ætla yfirvöld að stórgræða á Jóni og Gunnu með sölu lóða í Vatnsmýrinni á meðan tiltekið fyrirtæki fékk lóð á sama svæði á silfurfati - að því er virðist.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 1.7.2015 kl. 08:56

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er rétt að stjórnmálamenn gera oft hið gagnstæða og liðka óvenjumikið fyrir sumum fyrirtækjum. Það er í raun ómögulegt að segja til um hvort hið opinbera fer út í að flækjast óvenjumikið fyrir eða liðka óvenjumikið fyrir, og ætli orðið "klíkukapítalismi" eigi ekki ágætlega við hér (e. crony-capitalism). 

http://wiki.mises.org/wiki/Crony_capitalism

Geir Ágústsson, 1.7.2015 kl. 14:16

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Verkföll eru ekki beinlínis hvatning til fyrirtækja stofnunnar, og þó að lítil fyrirtæki verði fyrir verulegu lafaski vegna þeirra þá er eðlilegt að fyrirtæki með nægan þrótt til að flýja fíflaganginn geri það.   

Hrólfur Þ Hraundal, 1.7.2015 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband