Augljóst, eða hvað?

Ég get ekki mælt nógu sterkt með þessum pistli fyrir þá sem vilja vita aðeins meira um sögu verkfalla á Íslandi en það sem blasir við frá degi til dags núna. Pistillinn setur líka verkfallaumræðuna á Íslandi í dag í aðeins stærra samhengi. 

Þar segir meðal annars:

Ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms beið afhroð í síðustu kosningum. Síðan þá hafa margir úr fyrrum stjórnarliðinu dúkkað upp í verkalýðsfélögunum. Þórunn Sveinbjarnardóttir, fyrrverandi alþingismað­ur og ráðherra Samfylkingarinnar, í BHM, Ólafía B. Rafnsdóttir, kosningastjóri Árna Páls Árnasonar í formannskjöri Samfylkingarinnar árið 2012, í VR, Drífa Snædal, fyrrum varaþingmað­ur og framkvæmdastjóri Vinstri grænna, í Starfsgreinasambandinu. Óðinn veltir fyrir sér hvort þetta ágæta fólk ætli að særa ríkisstjórnina í pólitískum leik á kostnað launþega.

Á öðrum stað segir, í svipuðum dúr:

Það fer ekki framhjá neinum að vinsældir ríkisstjórnarinnar eru í algerri lægð og er jafnvel talað um að lögð verði fram vantrauststillaga. Með því að keyra fram verkföll og illindi á vinnumarkaði má ganga langt til að þurrka út þann bata sem þó hefur orðið í íslensku efnahagslífi og grafa þar með enn frekar undan ríkisstjórninni.

Ég hef ekki séð neitt svar við hugleiðingum af þessu tagi og ætla að leyfa mér að túlka þögnina sem vandræðalegt samþykki. Kannski verður forsætisráðherra svarað, en miðað við reynsluna fær hann líklega ekki neitt málefnalegt til að moða úr (og getur stundum verið ómálefnalegur sjálfur og skal þá kannski ekki undra að honum sé svarað með upphrópunum frekar en andsvörum). 

Verkalýðshreyfingin á Íslandi ætlar að sópa allri reynslu og sögu og jafnvel skilningi á gangverki hagkerfis undir teppið og endurtaka grimman leik þar sem launafólk er notað eins og peð í baráttu stjórnmálamanna um völd. Blasir þetta ekki við?


mbl.is Nýtt stöðu sína í pólitískum tilgangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hefur nú alveg gerst áður að lömbin hafi sjálf séð um slátrunina.

http://en.wikipedia.org/wiki/Jonestown

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 24.5.2015 kl. 14:35

2 identicon

Það er eitthvað mikið að í íslensku þjóðfélagi ef verkföll eru ónýt tæki til að knýja á um kjarabætur. Þeir sem halda því fram eru í raun að segja að launþegar verði bara að sætta sig við það sem að þeim er rétt. Að ekki sé hægt að lifa af því skiptir ekki máli.

Ef þetta er rétt mat eins og nú stendur á ber ríkisstjórnin alla ábyrgðina. Fé sem hefði verið hægt að nýta meðal annars í launahækkanir opinberra starfsmanna hefur verið sólundað í lækkun veiðigjalda, afnám auðlegðarskatts og fleiri ívilnana til hinna  betur settu.

Það er auðvitað algjörlega fráleitt að fólk fái rétt rúmlega 200.000 (fyrir skatta) fyrir fulla dagvinnu og háskólamenntað fólk fái jafnvel laun vel undir 300.000. Það er bráðnauðsynlegt að hækka þessar upphæðir verulega.

Margar atvinnugreinar geta vel hækkað laun án þess að það fari út í verðlagið. Þar á meðal er sjávarútvegur og álvinnsla. Jafnvel launahækkun í ferðaþjónustu hefur lítil áhrif til hækkunar á útgjöldum Íslendinga  Það er kominn tími til að þessar greinar skili meiru til þjóðarbúsins.

Veruleg launahækkun til almennings bætir hag fyrirtækja sem njóta góðs af að fólk hefur meira úr að spila en áður. Það er því alveg óvist um að verðbólga aukist vegna verulegra launahækkana þrátt fyrir allt.

Ásmundur (IP-tala skráð) 24.5.2015 kl. 22:02

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Ásmundur,

Lastu þessar litlu greinar sem ég vísa í í færslunni? 

Geir Ágústsson, 25.5.2015 kl. 12:12

4 identicon

Efnahagslegur bati er ekki vegna ríkisstjórnarinnar heldur þrátt fyrir hana. Skýringin á batanum er einkum gífurleg aukning erlendra ferðamanna og makrílafli. Gengisþróun krónunnar hefur einnig verið hagstæð vegna hafta.

Ríkisstjórnin hefur verið að láta hina best settu njóta efnahagsbatans í miklum mæli en almenning nánast ekki neitt og hina tekjulægstu alls ekki. Þetta sættir fólk sig ekki við og vill eðlilega fá sinn skerf af batanum.

Ef þessir gífurlegu fjármagnsflutningar til hinna best settu af hálfu ríkisstjórnarinnar hefðu ekki átt sér stað hefði fólk eflaust sætt sig við hóflegar hækkanir og viljað nota batann td til að greiða niður skuldir og bæta heilbrigðisþjónustuna. En það er búið að sólunda fénu í annað.

Með yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að veruleg launahækkun muni ekki skila sér vegna verðbólgu og/eða skattahækkana eru málin komin í illleysanlegan hnút.

Það lýsir vel ástandinu á stjórnarheimilinu að fjármálaráðherra skuli lýsa því yfir að það sé forgangsmál að lækka skatta á álfyrirtæki sem allavega sum hver munu þá greiða engan eða nánast engan skatt.

Ásmundur (IP-tala skráð) 25.5.2015 kl. 16:39

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Ásmundur,

Þeir eru fleiri sem hræra í grautnum:

http://www.vb.is/frettir/117397/

(Í stuttu máli: Selja fyrir slikk kröfur á hendur Íslendinga í hendur útlendinga.)

Auðvitað réttlætir flenging eins á einum apa ekki réttlætingu annars á öðrum apa, en þú ert alveg einstaklega einbeittur á að nefna suma flokka en ekki aðra í skammarræðum þínum. En þá það. 

Geir Ágústsson, 28.5.2015 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband