Réttmæt gagnrýni, en ...

Ég tek undir gagnrýni þýðenda á orðum ráðherra.

Ráðherra getur samt lagt sitt af mörkum til að lágmarka skaðsemi reglugerðaflóðsins. 

Hún getur t.d. gefið það út að eftirfylgni ákveðinna reglugerða eigi ekki að vera forgangsmál.

Þannig er það í raun með margt. Laga- og reglufrumskógurinn er svo þykkur að ef einhver ætlar sér að þræða hann samkvæmt bókinni þá kemst hann aldrei úr sporunum. Ákveðnar reglur og ákveðin lög hafa fengið á sig ákveðinn stimpil sem eitthvað sem má alveg leyfa sér að víkja örlítið frá án þess að lögreglan geri mikið úr því eða rannsaki sem eitthvað forgangsmál.

Lögreglan gæti meira að segja gert meira af slíku. Í stað þess til dæmis að eyða tíma og fé í að brjótast inn í unglingapartý í heimahúsum og hella niður heimabruggi og drepa í jónum gæti lögreglan einbeitt sér að ofbeldisglæpum og þjófnuðum, t.d. með aukinni viðveru í miðbænum eftir myrkur um helgar. 

Yfirvöld gætu líka gert meira af því að sjá í gegnum fingur sér með ýmislegt, t.d. hætt að plaga fólk með tollafgreiðslu á hverri einustu bréfaklemmu sem er keypt til landsins með póstsendingu. 

Ráðherra hitti á rangan streng en getur engu að síður leyft sér að spila á sama hljóðfæri (bara svo ekki beri mikið á). 


mbl.is Þýðendur harma orð Sigrúnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband