Sekur uns sakleysi er sannađ; Íslendingum er drullusama um málfrelsiđ

Eftir árásirnar og morđin í París á blađamönnum sem hafa ţorađ ađ tjá sig á skoplegan hátt um íslam og múslíma hefur mikil móđursýki gripiđ allskonar fólk af allskonar ástćđum.

Ţađ er nú eins og ţađ er. Sumir vilja beina aukinni athygli ađ múslímum, en ađrir ađ vopnaeigendum og enn ađrir ađ ţeim sem leyfa sér tjá sig óvarlega.

Íslendingar hafa ekki haft áhuga á mál- og tjáningarfrelsi í langan tíma. Fyrirtćki mega varla nota lýsingarorđ í efstastigi, ţeir sem selja tóbak mega ekki segja frá ţví, lyf má ekki auglýsa, tannlćknar mega ekki auglýsa verđskrár sínar, ekki má tjá sig of óvarlega um trúarbrögđ, og blađamenn eru oft dregnir fyrir dómstóla fyrir skrif sín. Málfrelsi á Íslandi er í raun takmarkađ viđ ţađ sem er taliđ til réttra, viđtekinna skođana. 

Miđađ viđ t.d. Danmörku mćtti e.t.v. segja ađ málfrelsi á Íslandi sé mjög takmarkađ. Í Danmörku má auglýsa lyf (a.m.k. margar tegundir ţeirra) og áfengi (nánast hvar og hvenćr sem er), segja frá sér og fyrirtćki sínu í efstastigi og skrifa stórum stöfum á skilti ađ tóbak sé til sölu innandyra. Og fáir Danir setja út á myndir Jótlandspóstsins. Ţćr voru bara spaug, og spaug um hvađ sem er er í góđu lagi. 

Nú er mér í sjálfu sér alveg sama ađ hverjum hver vill beina kastljósinu í kjölfar atburđanna í París. Sumir stjórnmálamenn munu reyna veiđa atkvćđi út á móđursýki, og ađrir út á ţá sem reyna ađ veiđa atkvćđi út á móđursýkina.

Ţađ sem ég vil hins vegar benda á ađ allt tal á Íslandi um mikilvćgi mál- og tjáningarfrelsisins er hrćsni á mjög háu stigi. Íslendingar kćra sig vođalega lítiđ um mál- og tjáningarfrelsiđ. 

Og hitt, ađ ţađ ađ álíta fólk sekt uns sakleysi er sannađ er mjög dćmigert viđhorf á Íslandi. Eđa eru bankamenn hrunsins ekki enn ađ kljást viđ innistćđulausar ákćrur? Eru menn sem eiga fé á Íslandi ekki allir međ eitthvađ misjafnt í pokahorninu? Eru stjórnmálamenn ekki spilltir uns sekt er afsönnuđ? Eru allir sem skara framúr ekki á sterum eđa hljóta sérmeđferđ? Íslendingar hafa ţađ sem dćmigert viđhorf ađ dćma allt og alla í kringum sig sekt um eitthvađ. Ađ ţađ sé núna tilfelliđ um múslíma er hluti af reglunni, en ekki undantekning frá einni slíkri. 


mbl.is Spyr um rannsóknir á múslímum á Íslandi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţetta er fullkomlega réttmćt hugleiđing hjá Ásmundi. Ertu ekki ađ sjá hvađ er ađ gerast í heiminum í dag, og í Frakklandi? Jihad er rauđi ţráđurinn í Islam ásamt hatri á gyđingum og kristnum og öđrum sem ekki eru múslimar. Er ekki betra ađ rannsaka ţetta fólk strax áđur en eitthvađ gerist?

Brynjar (IP-tala skráđ) 13.1.2015 kl. 12:08

2 identicon

Góđir punktar.  Fordómar teljast seint til forréttinda.  Ţá hafa allir og yfirleitt meira en nóg af ţeim.

Elín Sigurđardóttir (IP-tala skráđ) 13.1.2015 kl. 12:13

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Salman Tamimi hefur varađ viđ öfga múslimum. Er ţađ í lagi?

http://www.visir.is/rottaek-ofl-sogd-a-bak-vid-menningarsetur-muslima/article/20102695762

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.1.2015 kl. 12:17

4 identicon

SAPO í Svíţjóđ segist hafa komiđ í veg fyrir tvćr hryđuverkatilraunir í Svíţjóđ. Ţetta kemur fyrst fram núna eftir atburđinn í París.

Svíţjóđ er Paradís múslima og sérstaklega hryđjuverkamanna, ţví ţar eru engar kröfur eđa spurt um nokkurn skapađan hlut ţegar ţetta fólk kemur inn í landiđ, en samt á ađ fremja hryđjuver í landinu. 

Er eitthvađ ađ ţví ađ byrgja brunninn áđur en barniđ dettur í hann?

Valdimar Jóhannssonv (IP-tala skráđ) 13.1.2015 kl. 12:22

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Nú er ţađ svo ađ viđ höfum "ríkisvald" - apparat sem talar fyrir hönd allra á landinu, hvort sem allir á landinu séu sammála ţví eđa ekki.

Ţetta "ríkisvald" hleypir ţeim inn í landiđ sem ţađ vill, og hendir ţeim út sem ţađ vill. Ţađ styđur ţau stríđ sem ţađ vill fyrir hönd Íslendinga, eđa lýsir sig hlutlaust. 

Ţetta "ríkisvald" hefur vald til ađ fylgjast međ hverjum sem er, í gegnum síma, í gegnum myndavélar og í gegnum njósnir.

Ef ţetta "ríkisvald" telur ađ hćtta stafi af einhverjum trúarhópi ţá er ţví vitaskuld í lófa lagt ađ rannsaka máliđ. Annađ eins stendur ríkisvaldiđ nú í. Ţađ rannsakar meira ađ segja fólk og fyrirtćki sem gćti aldrei gert neinum mein undir neinum kringumstćđum nema e.t.v. selja vörur og ţjónustu. 

Ţađ vćri synd ađ sjá skattfé Íslendinga sturtađ í rannsóknir á saklausu fólki. En ţađ vćri synd ađ sjá lítinn hóp einstaklinga fá friđ og ró til ađ undirbúa árásir á saklaust fólk.

Valdimar, ég las grein ţína í Ţjóđmálum um daginn og fannst hún mjög athyglisverđ, og ţá alveg sérstaklega hvernig ţú rekur útbreiđslustefnu múslíma: Ađ planta sér í samfélag í litlum hópum, koma vel fyrir, ná útbreiđslu og ţegar tíminn er réttur lýsa yfir stríđi á hendur öllum öđrum trúarbrögđum og bola ţeim út međ valdi. Ţannig náđu múslímar ađ útrýma fjölbreyttu trúarlífi á Saudi-Arabíuskaganum, međal annars. En ţarf ađ elta uppi alla múslíma og dćma sem seka til ađ sporna viđ slíku? Er engin leiđ ađ segja: Hey, vertu bara múslími, en virtu ađ ţađ vil ég ekki vera. Eđa hvađ?

Geir Ágústsson, 13.1.2015 kl. 12:35

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég er svolítiđ klofinn á geđi hér og viđurkenni ţađ. Á ađ sýna ţeim umburđarlyndi sem vilja drepa ţá umburđarlyndu (en ótrúuđu)? Á ađ moka fé og mannafla í ađ rannsaka saklaust fólk í von um ađ rekast á eitt fúlegg? Á danska ríkisvaldiđ ađ fá ađ fylgjast međ mér af ţví ég held ţví fram ađ ríkisvald sé óréttmćt stofnun sem byggist á valdbođi? 

Geir Ágústsson, 13.1.2015 kl. 12:39

7 identicon

Geir Ágústsson- Ég vil leiđrétta ţig ađeins og benda ţér á ađ ég er ekki sá Valdimar sem ţú vitnar í. Hitt er annađ mál, ađ ég er sammála öllum skrifum hans um islam og ekkert undanţegiđ.

Ţađ var ekki fyrr en ég flutti á erlenda grund fyrir 25 árum, ađ ég fór ađ fylgjast međ múslimum og islam, enda fyrirbryggđiđ nánast óţekkt á Íslandi ţá og vanţekkingin mikil og er ţví miđur enn.

Eitt fúlegg dugar til ađ eyđileggja alla uppskriftina og skiptir ţá ekki máli hversu stór uppskriftin er, eđa?

Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráđ) 13.1.2015 kl. 19:13

8 identicon

http://www.exponerat.net/muslim-uppfostrar-sma-barn-med-prygel-i-moske/

Hér er vidio frá mosku í Svíţjóđ.

Svona fer uppeldiđ fram, en ađ sjálfsögđu aldrei hjá múslimum á Íslandi, ţví ţeir eru allt önnur manngerđ.

Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráđ) 13.1.2015 kl. 21:31

9 Smámynd: Geir Ágústsson

Ţađ er eitt sem mér finnst athyglisvert: Hvernig sannfćra harđkjarna múslímar ađra um ađ taka upp ţeirra ströngu trúarbrögđ međ ţessum mikla ósveigjanleika?

Ég held ađ svariđ sé ţađ sama og hjá öđrum hópi sem tókst einnig vel upp á sínum tíma ađ sannfćra ađra um sínar kenningar: Kommúnistar. 

Og ég held ađ svariđ sé: Ástríđan fyrir málstađnum, sem sker ţvert á öll tilfinningarök og ađra veika mótstöđu.

Kommúnistar og múslímar halda ţví af ákafa fram ađ ţeir hafi eitthvađ gott á bođstólunum - hinn eina sanna sannleik, eđa hina einu sönnu uppskrift ađ himnaríki á jörđ (og himni).

Mótbárum er fljótlega svarađ međ áköfum rćđuhöldum, haldin af mikilli innlifun og einlćgri trú.

Frjálshyggjumenn (og frjálslyndir almennt) mćttu taka ţetta fyrir fyrirmyndar ţótt ţeir séu á öndverđum meiđi hugsjónalega. 

Geir Ágústsson, 15.1.2015 kl. 09:00

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband