Verðhjöðnun er góð

Í þessari grein á Visir.is má finna samantekt af flestum vitleysunum sem viðgangast í allri umræðu um hagfræði í dag.

Þar segir til dæmis:

Eitt helsta stýritæki seðlabanka, vextir, verður óvirkt í verðhjöðnun því vextir geta ekki farið undir 0 prósent. Verðhjöðnun fylgir yfirleitt samdráttur og langvinn verðhjöðnun getur haft mjög skaðlegar afleiðingar fyrir efnahag ríkja.

Þetta er einfaldlega ekki rétt nema að því leyti jú að Seðlabanki Íslands verður óþarfur og má því leggja niður, um leið og peningaútgáfa er gefin frjáls og ríkisvaldið getur einbeitt sér að einhverju öðru en að féfletta sparifjáreigendur og framleiða misvísandi tölfræði

Látum ekki hræða okkur með bulli um að kaupmáttur íslensku krónunnar þurfi sífellt að vera rýrna um nálægt því 2,5% á ári (þ.e. helmingast á um 30 ára fresti). Það er einfaldlega ekki rétt og það ætti okkar eigin tilfinning líka að segja okkur.

Eða eins og segir á einum stað:

There is absolutely no reason to be concerned about the economic effects of deflation—unless one equates the welfare of the nation with the welfare of its false elites.

Og hananú!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Nákvæmlega.

Ásgrímur Hartmannsson, 7.1.2015 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband