Opinberir starfsmenn hlaða undir eigið rassgat

Bæjarráð Seltjarnaress hefur ákveðið að hlaða enn meira undir rassgatið á starfsmönnum sveitarfélagsins. Auðvitað er það gert undir einhverju yfirskyni, sem að þessu sinni er til að stuðla að bættri "lýðheilsu- og umhverfisvitund auk menningarlegrar upplifunar" starfsmanna bæjarins, og "bæta umhverfi, bæjarbrag og heilsu starfsfólks bæjarins og annarra". Ekki datt bæjarráði í hug að bæta fjárhag íbúa sveitarfélagsins með því að lækka útsvarið. Nei, alltaf skal synt í hina áttina.

Bæjarbúar munu eflaust ekki mótmæla. Þeim yrði þá líka bara sagt að þeim muni ekkert um hundraðkallinn sem þessi auknu útgjöld eða útsvarslækkun sem aldrei varð mun kosta hvern og einn þeirra. 

Hið opinbera er með mýgrút af allskyns fríðindum af þessu tagi sem það notar til að keppa við einkafyrirtæki um vinnuafl. Starfsmaður sem hættir hjá bænum til að finna sér verðmætaskapandi vinnu mun þurfa væna launahækkun til að koma í stað allra fríðindanna sem hann nýtur sem opinber starfsmaður. Ólíklegt er að atvinnutækifærin sem fela í sér slíka launahækkun séu mörg. Hann heldur því tryggð við sitt og tekur virkan þátt í að viðhalda stóru bákni, og lætur t.d. atkvæði sitt í kosningum stjórnast af slíku viðhorfi.

Seltjarnarnes nýtur líka góðs af því að nánast öll sveitarfélög á Íslandi eru mjög illa rekin svo ef reksturinn er bara nokkurn veginn í lagi verður samanburðurinn mjög hagstæður. Þegar næstum því öll liðin spila í neðstu deild er ekki erfitt að skara framúr.

Það að ríkisvaldið sé sífellt að tútna út er ekki opinberum starfsmönnum að kenna þannig séð. Þeir reyna bara að bæta hag sinn eins og allir aðrir, og þeirra leið til að gera það er að sjúga sem mest af verðmætum samfélagsins í hirslur hins opinbera og deila svo út til sín og sinna skjólstæðinga. Það eru skattgreiðendur sem láta valta yfir sig og það er í þeirra verkahring að mótmæla og veita andspyrnu við yfirganginum. Geri þeir það ekki munu þeir vakna upp einn daginn með kæfandi skattbyrði, skuldafjall á herðunum og fáa möguleika aðra í stöðunni en að borga hverja krónu í hina opinberu hít en fá ekkert í staðinn. 


mbl.is Fá borgað fyrir að nota vistvænar samgöngur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sé ekki betur en þetta séu svipuð fríðindi og öllum fyrirtækjum býðst að bjóða sínu starfsfólki upp á.

https://www.rsk.is/einstaklingar/tekjur-og-fradrattur/styrkir/

hámarkið er reyndar 7.000 á mánuði. man ekki hvort þetta byrjaði í byrjun 2014 eða 2013.

ég held nú að þetta séu með verri rökum fyrir ágætis málstað sérstaklega þar sem hámarksupphæð er ekki nýtt og það er ekki vaðið út í það að bjóða upp á þetta. sundlaugakort og bókasafnskort er nú annað mál í heildina bara aðeins lægri upphæð.

hef ekki séð mikið um hversu algengir þessir styrkir eru orðnir í dag en með umferðina eins og hún er ertu þá á móti þessu?

tryggvi (IP-tala skráð) 31.12.2014 kl. 13:26

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Sæll tryggvi,

Þessi meintu fríðindi munu kosta skattgreiðendur peninga. Að hið opinbera bjóði upp á "svipuð fríðindi" og einkafyrirtæki er bara að bera saman hluta pakkans: Opinberir starfsmenn búa við frámunalega örugg lífeyrisréttindi og starfsöryggi sem verður seint metið til fjár. 

Ef umferð vegna opinberra starfsmanna er orðin of mikil þá á að fækka þeim en ekki auka útgjöld vegna ferðalaga þeirra á kostnað útsvarsgreiðenda.

Hérna er hið opinbera bara að tryggja hollustu opinberra starfsmanna við sjálft sig.

"Um 60% af skatttekjum sveitarfélaganna fara í að greiða laun starfsmanna og launatengd gjöld."
http://www.samband.is/verkefnin/kjara--og-starfsmannamal/

Að auka enn á þennan útgjaldalið er nánast ósvífni við útsvarsgreiðendur.

Geir Ágústsson, 1.1.2015 kl. 11:37

3 identicon

endilega skrifa um lífeyrisréttindin þann ójöfnuð og kostnaðinn sem því fylgir. persónulega hefði ég frekar valið að skrifa um sundlaugakortið og bókasafnskortið úr þessari frétt.

það var enginn sem sagði að umferð opinberra starfsmanna væri orðin of mikil. hins vegar hjálpar það samfélaginu að þeir hugsi sinn gang og séu hvattir til þess eins og allir aðrir.

það er svolítið erfitt að ræða um hversu góð og gild einhver ákvörðun er þegar þú í þessu tilviki ert búinn að kalla hana yfirskin án rökstuðnings eða staðreynda til að sanna þitt mál. hins vegar segi ég að það hefði mátt fylgja þessari frétt hvort þeir sjá fram á að annar kostnaður lækki. einnig er tími á frétt um samgöngustyrki og ágæti þeirra.

en hversu lítið eða mikið þú vilt að hið opinbera sé að get ég ekki annað lesið úr skrifum þínum að þú viljir að opinber störf þróist ekki í takt við tímann og að þau séu ekki aðlaðandi fyrir núverandi og framtíðar starfsfólk. þú kvartar yfir illa reknum sveitarfélögum en vilt að störfin séu óaðlaðandi.

tryggvi (IP-tala skráð) 1.1.2015 kl. 20:48

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Hvað gera einkafyrirtæki þegar þau þurfa að láta óbreyttar tekjur standa undir meiri vinnu og fleiri fjárfestingum? Þau skera niður, hvar sem þau geta, án þess að flæma í burtu þá starfsmenn sem verða eftir (lesist: viðhalda aðlaðandi starfsumhverfi eins framarlega og það er hægt í umhverfi niðurskurðar og sparnaðar). Ég sá t.d. 15% af kollegum mínum fjúka í byrjun árs 2009 (flatur niðurskurður á alla línuna, hvort sem það er góð hugmynd eða ekki).  

Hvað gerir hið opinbera? Það hækkar skattana, fjölgar starfsfólki og eykur kostnað vegna launa og launatengdra gjalda. Aðhaldið sem skattgreiðendur veita er ekkert. Alltaf skal hinu opinbera fyrirgefið. Bara eiginlega alltaf. Enda getur enginn flúið hið opinbera. Fólk sættir sig við yfirgang þess eins og illa nauðsyn.

En hitt er rétt að kannski leiða aukin útgjöld á einu sviði til lægri útgjalda á öðru. Kannski lækka útgjöld vegna svokallaðra bílastyrkja. Kannski er hægt að frysta laun starfsmannanna í næstu samningalotu því þeir hafa hlotið aukin fríðindi umfram kjarasamninga í ár. 

Geir Ágústsson, 2.1.2015 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband