Nenna læknar þessu?

Hvernig stendur á því að læknar nenna að vera opinberir starfsmenn? Þetta eru sprenglærðir einstaklingar sem geta flestir fengið vinnu í óteljandi öðrum löndum og þénað þar miklu meira en þeir geta sem opinberir starfsmenn á Íslandi.

Getur verið að fríðindin séu slík að launakjörin skipta minna máli? Getur verið að þeir geti margir hverjir tekið undir með Public Servant Mr. X? Eða hvað? Hvað er það nákvæmlega sem fær lækna til að sætta sig við hlutfallslega léleg laun miðað við starfsbræður sína úti í hinum stóra heimi og yfirleitt langa vinnudaga með miklu vakta- og bakvaktaálagi?

Ég hvet lækna til að hugsa málið aðeins og spá í því hvort þeir ættu ekki að róa öllum árum að því að skera heilbrigðiskerfið úr snöru hins opinbera. 


mbl.is „Gekk ekki neitt“ hjá skurðlæknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband