Skattgreiðandinn er einmana, hrakinn og barinn

Ég vil mæla eindregið með þessari grein eftir Óla Björn Kárason, varaþingmann, um íslenska skattgreiðandann. Tilvitnun:

Í baráttunni gegn skattgreiðandanum er leyfilegt að snúa öllu á hvolf. Jafnvel kennarar við Háskóla Íslands – prófessorar, lektorar og aðjunktar – telja réttlætanlegt að fara fram með rangar eða villandi fullyrðingar í ályktun sem send var þingmönnum. Þar er því haldið fram að fé til Ríkisútvarpsins hafi „verið skorið niður um 30% á undanförnum árum“.Ég veit hreinlega ekki hvort er verra að háskólakennarar fari vísvitandi fram með villandi staðhæfingar eða að þeir hafi ekki haft fyrir því að kynna sér staðreyndir, líkt og þeir hljóta að leggja áherslu á að nemendur þeirra geri.

Einnig:

Hættulegasti tíminn fyrir skattgreiðandann er undir lok hvers árs. Á aðventunni fara sérhagsmunahópar á stjá til að tryggja sína hagsmuni við afgreiðslu fjárlaga komandi árs. Þar er krafan ekki um lægri skatta, lægri útgjöld eða aðhald og sparnað í ríkisrekstri. Ákallið er alltaf á aukin útgjöld sem skattgreiðandinn skal með góðu eða illu standa undir.Jafnvel stjórn opinbers fyrirtækis telur rétt að taka þátt í leiknum og krefjast meiri fjármuna frá skattgreiðandanum.

Hvað ætli skattgreiðendur fái mikil ríkisútgjöld í skóinn í ár?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband