Ríkið fitnar á kostnað mosa og hreindýra

Gert er ráð fyr­ir að tekj­ur af nátt­úrupassa verði 4,5-5,2 millj­arðar króna fyrstu þrjú árin en stefnt er að því að lög um hann taki gildi 1. sept­em­ber á næsta ári.

Mjög gott, eða hvað?

Ég vil byrja á að taka fram að ég er afskaplega hlynntur því að sá sem nýtur einhvers eigi að borga. Ef mig langar í köku þá á ég að borga hana. Ef mig langar að endurnýja hjól krakka minna þá á ég að borga þau. Ef ég vil traðka á mold og grasi í eigu einhvers þá á ég að borga fyrir traðkið.

Náttúrupassinn á að nafninu til að greiða fyrir traðk ferðamanna á svæðum sem þurfa aðhlynningu og umönnun, viðhald og uppbyggingu.

Hann mun ekki gera það nema að hluta til.

Innheimtur vegna náttúrupassans renna í opinberan sjóð. Til að fá fé úr honum þarf að sækja um með einhverjum hætti. Stjórnmálamenn munu nota sjóðinn til að skella sér í blússandi kjördæmapot í anda byggðakvóta- og jarðgangastjórnmála. 

Þessi opinberi sjóður fer samt ekki allur í að byggja grindverk og göngustíga. Hluta hans verður varið í eitthvað allt annað. Þetta er vel þekkt saga. Gjald er innheimt fyrir eitthvað, t.d. af bensíni vegna veganotkunar, af sjónvarpsáhorfendum vegna RÚV, af útgerðarmönnum vegna rannsókna á fiskum í sjónum, af ökumönnum vegna gaslosunar, af heimilum vegna sorplosunar, og svo framvegis. Stjórnmálamenn sjá peningana flæða inn og ákveða um leið að nota hluta þeirra til að kaupa sér vinsældir eða stækka báknið til að auka völd sín og sinna. Eyrnamerkt gjaldtaka ríkisvaldsins er í raun bara fjáröflun hins opinbera, og peningana nota stjórnmálamenn í hvað sem þeir vilja.

Íslendingar hafa enn einu sinni látið plata sig og niðurstaðan er aukin völd stjórnmálamanna yfir þeim. 


mbl.is Ráðnir verða „náttúruverðir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Davíðsson

 Íslendingar hafa ekki látið plata sig, það er nema til að kjósa sjálfstæðismenn og framsókn í ríkisstjórn.smile

Meirihluti þjóðarinnar vill ekki náttúrupassann. Það er ráðherra sjálfstæðisflokksins, Ragnheiður Elín Árnadóttir, sem hefur látið plata sig.

Andvirði náttúrupassans mun líklega að mestu renna til að byggja bílastæði og klósett. Það er þjónustu sem notendur þjónustunnar ættu sjálfir að borga fyrir beint. Minnstur hlutinn mun fara raunverulega í að verjast traðki ferðamanna. Ætli það verði ekki áfram treyst á launalausa sjálfboðaliða til að leggja stíga.

Árni Davíðsson, 9.12.2014 kl. 14:33

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er rétt að Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir þessu framtaki sem má svo sem kalla glænýjan skatt, og það er fyrirséð að þessi skattur muni ekki að öllu leyti renna til yfirlýstra verkefna sem á að fjármagna með honum.

En það er líka rétt að fráfarandi ríkisstjórn stóð gegn öllum tilraunum niðurtroðinna ferðamannastaða til að mæta kostnaði með tekjum.

Svo þetta er sosem bæði skítt, en sumt er minna skítt en annað.

Geir Ágústsson, 9.12.2014 kl. 19:22

3 identicon

Hefur enginn gefið sér tíma til að skoða forsendurnar fyrir 5,2 milljarða króna hagnaði af sölu náttúrupassa?

Miðað við umstangið í kringum þetta og að verðið verður 1.500,- pr passa þá væntanlega þarf fjöldi ferðamanna að tvöfaldast og allir að kaupa passann ekki satt?

Ég held að REÁ sé einfaldlega það illa gefin að hún sjái þetta ekki.

Jónas (IP-tala skráð) 9.12.2014 kl. 20:49

4 Smámynd: Sigurður Antonsson

Stjórnmálamenn kunna sannarlega að auka völd sín með nýjum skatttekjum. Vinstri menn í fyrrverandi stjórn klifuðu á þessari skattlagningu og komu með gistigjaldið. Það er dýr innheimta sem leggst á fáa útvalda. Gistináttagjaldið á að niðurleggja skilst mér en því verður varla trúað fyrr en þessi passaskattur er álagður.

Hann er skárri kostur en gistigjaldið óvinsæla. Auðvitað kostar það sitt að ganga um opinbera útsýnispalla við Þingvöll og Gullfoss. Náttúrugjaldið er þar tilvalin ódýrt innheimtuleið. Ráðherrann hefur kannski valið skásta kostinn? Trúlega telur ráðherrann ötulli það vænlegt til stuðnings náttúrugjaldinu að lofa mosa og hreindýravörðum störfum. 

Ákveðnir hópar munu verða duglegir við að fá greitt úr sjóðnum en aðrir verða ekki virtir viðlits. Sjálfstæðismenn ætluðu eitt sinn að minnka báknið en þeim hefur ekki orðið ágengt. Líklega vegna of lítils aðhalds.

Geir, þú ert einn af fáum sem nennir að hafa orð á stækkun ríkisvaldsins og dregur ekkert undan. Þú og aðrir, ungir sjálfstæðismenn með raunhæfar lausnir er falinn hópur sem ekki nær langt upp á yfirborðið. Undiraldan er þó til staðar og hún mun fleyta boðskapnum á land þegar menn vilja sjá hann.

Sigurður Antonsson, 9.12.2014 kl. 21:02

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Sigurður,

Takk fyrir athugasemd þína og vingjarnleg orð. Það er oft erfitt að eiga við hið almenna og algenga hugarástand að þessir blessuðu stjórnmálamenn eigi að hafa vit fyrir okkur. Ég reyni samt. Ég vil nú samt ekki kalla mig "ungan sjálfstæðismann" - það er hugtak sem segir mér voðalega lítið. En frjálshyggjumann undir fertugu má alveg kalla mig!

Geir Ágústsson, 10.12.2014 kl. 08:43

6 Smámynd: Sigurður Antonsson

Ungir sjálfstæðismenn er auðvitað óþekkt stærð eins og borgarstjórnarflokkurinn. Þekki bara ekki aðra sem hafa mótmælt stækkun ríkisbáknsins. Sjálfur er ég blankur á hugtakið frjálshyggjumenn. Skil vel orðið sjálfsbjargarmenn sem treysta á eigið framtak og hliðholt samfélag. Bændur og iðnaðarmenn út við nyrstu nes.

Nauðsynlegt er að skýra betur hugtökin. Þá sem vilja takmarkað ríkisvald og framtak einstaklingsins sem mest. Nú um stundir virðist sem ríkisvaldið sé að þenjast út með allskonar ívilnanir og sjóði. Vinur minn ein í boltaíþróttinni fær lifibrauð sitt greitt með greiðslum frá RÚV. Hann vill veg þess sem mestan. Nú er öryggissjónvarpið búið að setja veðurspá aftan við boltafréttir. Skil hann vel en minna fer fyrir öryggi okkar.

Sigurður Antonsson, 10.12.2014 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband