Enn ein millifærsluaðgerðin

Leiðréttingin svokallaða er komin í loftið. Hún er millifærsla á fé úr vösum sumra í vasa annarra. Yfirleitt er sami eigandi að báðum vösum en hvort viðkomandi fái meira en hann missti er undir kerfinu komið.

Þeir sem fagna þessari tilteknu millifærslu gera það af því þeir sjá fram á að fá meira í vasann en þeir misstu úr honum, eða atkvæði frá þeim sem fá meira í vasann en þeir misstu úr honum. 

Hið sama gildir um allar aðrar tegundir millifærslna, hvort sem þær heita barnabætur, vaxtabætur, húsaleigubætur, atvinnuleysisbætur, örorkubætur, niðurgreiðslur á barnapössun eða lyfjum, og svona mætti lengi telja.

Hinn svokallaði forsendubrestur er fyrst og fremst brestur á þeirri forsendu að ríkisvaldið geti gefið út gjaldmiðil sem heldur kaupmætti sínum.

Hinn svokallaði forsendubrestur er líka brestur á þeirri forsendu að ríkisvaldið geti haft hemil á peningaframleiðslu bankanna með opinberu eftirliti á brotaforðakerfi í peningamálum.

En þannig er það. Kjósendur kusu yfirvöld sem tóku þá ákvörðun að fara út í millifærslu fjár að hluta og veita fólki aðgangi að eigin sparnaði að hluta. Um það snýst lýðræðið: Að meirihlutinn geti ákveðið að ræna minnihlutann, eða gera a.m.k. tilraun til þess. Í þessu tilviki er þeim sem spara refsað og þeim sem skulda umbunað. 

Ég vona að þeir sem eru fullir efasemda um ágæti svona aðgerða hugleiði í augnablik hvaða gríðarlegu völd við leyfum ríkisvaldinu að hafa yfir okkur.


mbl.is Útreikningar liggja fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þar sem ég á ekki banka, en skulda hins vegar húsnæðislán, er þessi millifærsla alfarið úr vasa annarra í minn.  Og ég ætla ekki að vera tiltakanlega fúll yfir því þannig séð.  Ég verð hins vegar óánægðari ef verðbólgan rýkur upp af hvaða völdum sem er.

ls (IP-tala skráð) 11.11.2014 kl. 09:19

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er í raun ekki rétt að þjóðin hafi kosið þetta.  Framsókn fékk jú ekki nema um 24% og aðrir flokkar sem voru með álíka hugmyndir fengu nánast ekki neitt fylgi.  

Þessvegna er ótrúlegt að sjá Sjallaflokk leggjast svona marflatann.  

Þó vissulega séu upphæðirnar úr ríkissjóði miklu minni en hótað var, þ.e. um 100 milljarðar í stað 300, þá samt er þetta umtalsverð upphæð samanlagt úr sameiginlegum sjóðum almennings.  Sjallar ausa þessu útí loftið alveg skilyrðislaust.

Að öðru leiti eru aðrar almennar bætur ss. barnabætur oþh. allt annars eðlis.  Það er viðurkennt form í samfélaginu.  Barnabætur eða stuðningur við fólk sem á börn o.s.frv. Grunnstoð samfélags etc.

Þessar bætur til sums fólks vegna þess að lán hélt raunverðgildi - það er gjörsamlega útí bláinn og eingöngu tilkomið vegna harðsvíraðs áróðurs og ófyrirleitinna málafylgjumanna í frekukalla félaginu.

Eða hvað næst?  Á alltaf að bæta lántökum í framtíðinni þegar verðbólga fer yfir 4%?

Það er alveg sama hvernig málum er snúið, að þessi athöfn er einhver sú vitlausasta og illa ígrundaðasta sem nokkurt stjórnvald hefur farið útí frá lýðveldisstofnun.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.11.2014 kl. 09:47

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Íslendingar eru lýðræðisþjóð og beygja sig undir þau yfirvöld sem verða til eftir hverjar kosningar. Sumur kusu VG til að sleppa við ESB-umsókn en fengu hana. Sumir kusu Sjalla til að sleppa við skattahækkanir en fá þær samt. Sumir kusu Framsókn til að eiga von á bita úr 300 milljarða köku en fá sneið af 100 milljarða köku (mínus aukreitis útgjöld vegna skattahækkana og hækkunar á verðskrá bankanna vegna baksturs á sömu köku).

Stjórnvöld ráða og almenningur spyrnir nánast aldrei við fótum á neinn skipulagðan og yfirvegaðan hátt sem dugir til framtíðar. 

Geir Ágústsson, 11.11.2014 kl. 10:08

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nei.  Þetta er ekki rétt hjá þér.  Fólk kaus ekkert VG 2009 vegna ESB.

Það er eftir á lygi sjalla og framsóknarmanna.

Eg man vel eftir kosningunum 2009.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.11.2014 kl. 10:42

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Eftir-á-lygi? 

Er það ekki svolítið eftir-á-lygi að kalla það eftir-á-lygi að VG hafi reynt að laða til sín atkvæði með einaðri afstöðu gegn aðildarumsókn að ESB?

Dæmi 1:

http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1279311/?item_num=27&searchid=7669f024d29b65f2788ea7d677f7d8c3028fd640

Dæmi 2:

http://www.visir.is/steingrimur--sjavarutvegsstefna-esb-i-klessu/article/2009771458389

Síðan er til einhver Morgunblaðsgrein eftir SJS frá því rétt fyrir kosningar 2009 og viðtal við hann í sjónvarpi þar sem skýr andstaða við aðild að ESB er dregin fram.

Eitthvað voru VG að fiska á mið andstæðinga ESB-aðildar Íslands. Öðru er varla neitandi. 

Geir Ágústsson, 11.11.2014 kl. 11:53

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Hvað um það. Ekkert skyldar stjórnmálamenn til að standa við loforð sín. Framsókn má eiga það að hún náði að troða þessari millifærsluaðgerð sinni í gegnum Alþingi, hversu gott eða skítt sem það er til skamms og langs tíma.

Stjórnmálamenn ráða einfaldlega alltof miklu og aðgerðir þeirra hafa alltof mikil áhrif á samfélagið. Það er einfaldlega barnaskapur að ætla sér að stjórnvöld geri eitthvað annað en það sem stjórnmálamenn telja að tryggi þeim endurkjör eða aukin völd. 

Núna deila menn um 80 milljarða eingreiðslu en gleyma því að ríkissjóður eyðir margfaldri þeirri upphæð á hverju einasta ári, og kemst upp með það því "almenn sátt" er um að ríkið sé með puttana í hvers manns koppi.

Verði þeim að góðu sem telja að þessi millifærsluaðgerð sé undantekning frá reglu. Hún er miklu frekar staðfesting á þeirri reglu að ríkisvaldið ræður og fær að ráða því sem það vill. 

Geir Ágústsson, 11.11.2014 kl. 11:59

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er ekkert þarna sem segir að VG hafi verið á móti aðild sem slíkt.  Ekki neitt.  Þvert á móti kemur fram að málin yrðu rædd eftir kosningar.  Uppúr kjörkössunum kom Aðildarumsókn.  Það er óumdeilt.

Allt tal og própaganda sjalla og framsóknarmanna er ekkert annað en ómerkileg lygi.

Framsjallar eru sí-ljúgandi og stelandi, þetta siðlausa hyski og skítapakk.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.11.2014 kl. 12:17

8 identicon

Geir Ágústsso. Svona þér að segja þá hefur það engan tilgáng að rökræða við Ómar Bjarka.Það eru flest allir sammála mér í því. 

Magnús (IP-tala skráð) 11.11.2014 kl. 12:40

9 Smámynd: Geir Ágústsson

Mér finnst athyglisvert að mjög skýr ummæli einhvers um skoðun sína á einhverju séu túlkanleg í eitthvað allt annað og miklu óljósara og jafnvel túlkað alla leið í þveröfuga afstöðu. Mjög athyglisvert. En maður veit a.m.k. eitt: Steingrímur J. á það til að skipta um skoðun og jafnvel vís til að hafa haft allar skoðanir á öllu málum eftir því sem tíminn líður.

Geir Ágústsson, 11.11.2014 kl. 12:46

10 Smámynd: Geir Ágústsson

En ég tilheyri nú heldur ekki þeim hópi sem tek mikið mark á loforðum stjórnmálamanna. Þeir eru ekki að reka fyrirtæki sem viðskiptavinir treysta á að standi við loforð sín um skilafresti, innihaldslýsingar og annað. Ríkisvaldið er þvertöfugt fyrirbæri: Kassi sem maður veit aldrei hvað inniheldur fyrr en um seinan og þar sem maður þarf að treysta á heppnina til að fá það sem maður eyddi peningunum í. 

Geir Ágústsson, 11.11.2014 kl. 12:49

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

VG voru á því að þjóðin ætti að ráða þessu.  Að þetta færi í þjóðaratkvæði.  Samningur uppá borð og atkvæði þar um.

Það sem sjallar og framsóknarmenn hafa seinna verið að ljúga í kringum var, að SJS sagði að innganga og aðild yrði ekki samþykkt si sona án aðkomu þjóðarinnar.

Eg man vel eftir kosningunum 2009 og stemmingin var þannig að nánast allir voru sammála um aðildarumsókn og um helmingur vildi bókstaflega fulla og formlega aðild sem fyrst.  

Skoðanakannanir sýndu á sirka tímabilinu að um helmingur kjósenda VG var bókstaflega hlyntur aðild.  Það rímar auðvitað afar illa við lygi framsjalla að fólk hafi kosið VG vegna mótstöðu við ESB.

Hættið bara að ljúga sjallar.  Þá skal eg fara aðeins mildari hönum um ykkur,

En meðan þið ljúgið svona og er svo ósvífnir og óforskammaðir að seilast í vasa vinandi fólks til að moka undir auðmenn  og elíturassa - þá slæ ég framsjalla niður hvenær sem eg rekst á þá.  Kemur bara einn gúmorren frá mér.  Það er bara þannig.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.11.2014 kl. 13:30

12 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er, eins og ég segi, bara túlkun þín. Hér er önnur:

http://www.mbl.is/media/72/1572.pdf

Hér er önnur slóð á sama texta ef ske kynni að þú teljir mbl.is vera bréfafalsara:

http://jari.blog.is/blog/jari/entry/914334/

Og enn ein:

http://www.visir.is/assets/doc/XZ691714.DOC

Geir Ágústsson, 11.11.2014 kl. 14:31

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ekkert af þessu og enginn linkur út og suður breytir því sem eg hef sagt.  Ekkert í VG hhafnaði aðildarumsókn að Sambandinu og þeim sjálfsögðu réttindum þjóðar að fá að kjósa þar um.  Ekkert.

Það var samið um það að sótt yrði um aðild að Sambandinu og það færi fyrir alþingi til samþykktar eða synjunar.  Það var samykkt.

Einstaka rugludallar innan VG hafa ekkert einræðisvald þó þeir haldi það.  Það skiptir engu hvað einstaka rugludallur er að segja.

Mikill stuðningu var bókstaflega við aðild að ESB innan VG.  Ekki aðeins umsókn - heldur aðild.

Sumir menn sættu sig bara ekki við framgang lýðræðisins.  Framsjallar notfærðu sér það strax og upphófu lygaþvætting sem enn stendur og menn eins og ragnar arnalds og atli gísla eru bókstaflega sjallar í dulargerfi og ÁED er Framsóknarsnati eins og nú er öllum kunnugt.

Það sem má finna að VG var að hleypa svona vitleysingum inná gafl til sín.  Það má ggnrýna VG fyrir það.

Menn eins arnalds og ÁED, atli og fl. hafa aldrei nokkurntíman gert nokkurn hlut fyrir framgang jafnaðarstefnu á Íslandi.  Þetta eru pólitískir drullusokkar sem eiga að skammast sín fyrir að gerast böðlar framsjalla og ráðast að sinni eigin þjóð og meiða og skemma.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.11.2014 kl. 17:40

14 Smámynd: Geir Ágústsson

Geri ráð fyrir að þú kallir þig ekki rugludall þótt þú ruglir saman "einstaka rugludöllum í VG" og ýmsum sveitarstjórnarmönnum þess og forystumönnum, auk annarra flokksbundinna manna sem fannst tilefni til að kalla formann sinn "ómerking". 

"Sumir sættu sig bara ekki við framgang lýðræðisins." Nú er skuldaniðurfellingin svokallaða, "leiðréttingin", framgangur lýðræðis: Lýðræðislega kjörin meirihlutastjórn Alþingis kom henni á. Bara svo það sé nefnt. Og hið sama má segja um barnabætur, ríkiseinokun á peningaútgáfu á Íslandi, skattfríðindi fyrir bílaleigur og gistiheimili, og svona má lengi og endalaust telja. Eru menn hlynntur því að ríkisvaldið hafi svona völd? Þá kyngja menn pillunni og bíða næstu kosninga. 

Geir Ágústsson, 11.11.2014 kl. 18:44

15 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

ESB málið og skuldarniðurfellingin eru alveg ósambærileg mál varðandi kosningar til Alþingis.  ESB málið var ekkert so mikið rætt fyrir kosningar 2009.  Það þótti flestum augljóst að aðildarumsókn væri óumflýjanleg einfaldlega vegna hagsmuna landsins.  Landið var í rúst og þurfti að húkka í einhverja festu.  Sú festa var ESB.  Eina deiluefnið var, ef það kom þá upp, hvort aðild skildi fá hraðameðferð af stjórnvöldum án aðkomu alþingis oþh.  Skeptíkerar hjá VG fengu allt sitt fram.  Farið var eins hagfara leið og hægt var og hverju smáatriði í lýðræðislegu ferli fylgt.  Síðan gerist það að sumir VG menn ákváðu að svíkja flokkinn sinn og þjóðina og ganga í framsjallabjörg.  Það verða þeir hinir sömu að eiga við sig.  En þessi svik og framkoma sumra VG mann verður munuð. Það skulu menn vita.  Allir munu hugsa sig vel um áður en farið verður í samstarf við VG í framtíðinni.

Skuldarniðurfellingin er allt annars eðlis.  Framsókn stal kosningabaráttunni með því að gera hana að eina málinu 2013.  Það var ekki rætt um annað.  Það voru allir á móti upplagi framsóknar - nema þeir náttúrulega og svo útibú þeirra Dögun og vitleysingarnir í Hægri-grænum.

Þessir flokkar fengu engan meirihluta.  Langt í frá.

Þó vissulega framsókn hafi síðan svikið kosningaloforðið big tæm - þá kemur á móti að þeir ætla að seilast í ríkiskassann og hnupla þaðan um 100 milljörðum.  100MILLJÖRÐUM!

Og sjallar eins léttvægir snatar liggja marflatir - og elítudrengurinn Bjarni, úr margmilljarðafjölskildu, skammast sín ekki neitt fyrir að segja að hann ætli að hnupla eins miklu og hann getur frá hinum sjúku og þeirra er minnst mega sín í samfélagi!  Halló.

Eins og eg segi - maður á tæplega orð yfir þessu framferði.

Það þyrfti eiginlega bara byltingu og koma þessum andskotans vitleysingum frá og senda þá úr landi eða tinga í svartholið fyrir landráð.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.11.2014 kl. 20:27

16 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Mér þykir það frekar fyndið þegar maður eins og Ómar Bjarki eru að afneita staðreyndum.

Sjálfur var ég í VG og tók töluverðan þátt í þessu rugli öllu saman og þar var farið mikinn í að lokka fólk til fylgilags við VG vegna andstöðu við ESB.

Þegar svo eftir kosningr þegar landráðaflokkurinn náði að draga steingrím j og kó með sér í landráðaplottið (ESB umsókn) þá hætti ég.

Annars er lítið að marka það sem frá Ómari Bjarka kemur, hann heldur því fram sem honum þóknast, í það minsta heldur að sé rétt.

Með kveðju frá fyrverandi VG manni og fyrverandi varamann í stjórn VG í ónefndu byggðarlagi útá landi... ;)

Ólafur Björn Ólafsson, 11.11.2014 kl. 21:54

17 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Mitt mál er rétt.   Þetta ESB mál var adrei neitt issjú fyrir kosningarnar 2009.  Vegna þess að hagsmunir Íslands voru það miklir að fá haldreipi einhversstaðar að allir voru sammála um að aðildarumsókn væri óumflýjanleg.  Og það kom svo uppúr kjörkössunum.  Það kom bókstaflega ESB aðild uppú kjörkössunum!  Samfylkingin og fl. fengu ótvíræðan stuðning við það.  Skoðanakannanir á sirka þessu tímabili sýndu að um helmingur kjósenda VG vildu bókstaflega aðild að Sambandinu!

Það að nokkrir litlir einræðisherrar innan VG, ss. þjóðbelgingurinn og elítuafkomandinn Arnalds og Austantjaltsmaðurinn Guttormsson og framsóknarsnatinn ÁED og örfáir fleiri - skyldu vera svo pínulitlir kallar og miklar smásálir að þeir vildu ekki leyfa þjóðinni að kjósa um aðildarsamning - það er átakanlegra en orð fá lýst. Og í framhaldi að þeir skyldu gerast böðlar framsjalla kauplaust (fyrir utan ÁED sem var launað vel) 

Íslands ógæfu verður bókstaflega allt að vopni.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.11.2014 kl. 22:49

18 Smámynd: Geir Ágústsson

Ómar Bjarki,

Takk fyrir hinar fjölmörgu athugasemdir. Það er orðið ljóst fyrir mér hvaða afstöðu þú hefur gagnvart svo mörgu og hvaða sýn þú hefur á hina ýmsu hluti. Bestu þakkir fyrir það.

Geir Ágústsson, 12.11.2014 kl. 07:15

19 identicon

þettað er millifærsla en ekki leiðtéttíng það gerir 4.milljón króna þakið menn eiga bara kalla það sem það er hvort þettað verður til góðs eða íls verður sagan að seigja. útfærsln fór reindar fram úr mínum björtustu vonum . var á móti þessari hugmind í upphafi vildi sjálfur reina hjálpa fólki í greiðsluefrileikum sé nú ekki að þettað hafi mikið áhrif á vísitölu til þess eru upphæðir of smáar

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 13.11.2014 kl. 08:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband