Eftirlæti stjórnmálamannsins: Úthlutun

Fátt gleður stjórnmálamenn meira en að fá að "úthluta" einhverju. Þeir hreinlega iða af kæti þegar þeir fá að úthluta einhverju, og af mjög góðum og gildum ástæðum.

Völd: Stjórnmálamaður sem fær að úthluta einhverju hefur völd. Hann stendur fyrir framan hóp einstaklinga sem vilja eitthvað, og hann er með það. Hann ræður hver fær hvað. Hann ræður hver fær eitthvað, og hver fær ekkert. Þetta eru völd sem gefa stjórnmálamanninum gæsahúð af gleði þegar tími úthlutunar stendur yfir. Stjórnmálamaðurinn vill alltaf fá meira til að úthluta í dag en hann hafði í gær. Fyrirbæri eins og byggðakvóti er því eitthvað sem vex og vex þegar andspyrnan við það er veik eða engin.

Sýnileiki: Stjórnmálamaður sem úthlutar einhverju er mjög sýnilegur. Hann fær athygli. Fólk fylgist með ákvörðun hans og spyr hann út í ástæður. Stjórnmálamaðurinn er oftar en ekki athyglissjúk manngerð og finnst gaman að vera í sviðsljósinu. Úthlutun tryggir mikinn sýnileika og mikla athygli. Stjórnmálamaðurinn vill fá að úthluta sem oftast til að fá sem mesta athygli. Hann reynir því að fá meira og meira til úthlutunar.

Vinir: Sá sem hefur eitthvað eftirsótt til úthlutunar getur búist við því að margir reyni að vingast við hann. Í sumum löndum er slíkur vinskapur gjarnan veittur í formi gjafa, jafnvel peningagjafa, en stundum (t.d. þar sem peningagjafir eru ólöglegar) í formi lofræða og hrósyrða. Stjórnmálamanninum er yfirleitt sama hvort vinskapurinn er keyptur með hrósi eða fé. Hann vill bara þekkja sem flesta og vera vinur sem flestra því það eykur líkurnar á endurkjöri. 

Af ofangreindu má sjá að úthlutun er einn besti vinur stjórnmálamannsins og að stjórnmálamaðurinn vill fá sem mest til úthlutunar sem oftast. 


mbl.is 6.141 tonni úthlutað til 31 sveitarfélags
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband