Seðlunum bjargað

Eigendur séreignarsparnaðar á Íslandi forða nú fé sínu úr lífeyriskerfinu og margir jafnvel úr hinni íslensku krónu. Hluti peninganna leitar í verðmæti sem má búast við að sé alltaf auðvelt að selja, t.d. lúxusvarning ýmis konar (Rolex-úr, listaverk sem má selja erlendis) eða fasteignir á góðum stað. Aðrir skipta íslenskum krónum yfir í einhvern erlendan gjaldeyrin og halda svo sparnaði sínum í lausafé. 

Á íslenskan almenning herja þrír draugar:

  • Verðbólgan sem étur upp sparnað og minnkar lánamarkaðinn.
  • Löggjafinn sem er sífellt að hræra í öllu til að tryggja sitjandi stjórnvöldum atkvæði.
  • Vitleysan sem streymir úr mönnum sprenglærðra hagfræðinga og misviturra stjórnmálamanna. 

Allt ofangreint má í einu nafni kalla opinber afskipti af hagkerfinu. Þeirra yrði ekki saknað af öðrum en stjórnmálamönnum og opinberum embættismönnum ef þau gufuðu upp á morgun. 


mbl.is 12,5 milljarðar teknir út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það hefur ekki hvarflað að þér að stór hluti þessara peninga fari einfaldlega í innkaup á nauðsynjavörum hjá þeim hafa geta ekki lifað á launum sínum?

Guðmundur Ásgeirsson, 29.9.2014 kl. 08:47

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Sæll,

Jú vissulega en ég hélt kannski að þeir sem eru að nota sparnað í neyslu hafi fyrir löngu klárað hverja krónu og komnir í yfirdráttinn. Kannski er það ekki rétt.

Geir Ágústsson, 29.9.2014 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband