Þegar vörur fara ekki yfir landamæri þá gera hermenn það

Nú á enn að herða að Rússum. Gott og vel, þeir eru vondi kallinn í þetta skipti og enginn þarf að efast um hernaðarmátt Rússa eða áhuga Rússa á því sem þeir kalla hagsmuni sína, svo ekki sé talað um vilja þeirra til að berjast fyrir þeim hagsmunum.

Friðsælar lausnir eru samt til í Úkraníu eins og annars staðar. Eitt stærsta vandamálið er að líta á landamæri ríkja sem einhvers konar fastar línur á kortinu. Landamæri hafa í gegnum sögu mannkyns alltaf verið að breytast.

Hvað gerist t.d. ef Austur-Úkranía fær að lýsa yfir sjálfstæði? Er það virkilega svo slæmur kostur? Aðskilnaður hóps frá því sem hópurinn vill sjálfur meina að er kúgandi og þrúgandi ríkisvald á að vera réttur allra. Á Vesturlöndum berjast menn fyrir sjálfstæði Tíbet frá Kína. Hví ekki sjálfstæði rússneskumælandi Úkraníumanna frá Úkraníu?

Mörg stríð hafa brotist út af því landamæri eru álitin einhvers konar föst stærð og að ríkisvaldið megi ekki missa neina skika úr umráðasvæði sínu. Borgarastyrjöld Bandaríkjanna er meðal þeirra (en flestir trúa því að sú styrjöld hafi snúist um þrælahald Suðurríkjanna, sem er í besta falli bara hluti skýringarinnar og í versta falli blekking).  

Aðskilnaður er systkini friðarins. Ef maður og kona geta ekki búið saman en þurfa samt að eiga samskipti (t.d. vegna sameiginlegra barna) þá er friðsæl lausn fólgin í aðskilnaði frá borði og sæng. Ef tveir menn í viðskiptum geta ekki unnið saman lengur er friðsælast að annar selji hlut sinn og fari í annan rekstur. Ef minnihlutahópur getur ekki unað sér innan landamæra einhvers meirihlutahópsins þá á að vera sjálfsagt mál að teikna ný landamæri á kortið. Það sem kemur í veg fyrir þá lausn er oftar en ekki sært stolt þeirra sem eru við völd. Þessu særða stolti sínum við á Vesturlöndum alveg ótrúlegan skilning. Nú er mál að linni.

Frelsum Austur-Úkraníu, sendum hermenn allra heim og stundum óhefluð og frjáls viðskipti og samskipti við alla! 


mbl.is Undirbúa frekari aðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinarr Kr.

Sammála þér.

Landamæri eru sífellt að breytast. Tékkóslóvakía og Júgóslavía eru góð dæmi. Skotland og Katalónía gætu verið næst. Reglustikulandamæri miðausturlanda og og Afríku eru mjög líkleg til að breytast á næstu árum. Gæti trúað að voðaverkin í Rúanda hefðu verið öðruvísi hefðu landamærin verið eftir ættbálkum, en ekki hentuleika gamalla heimsvelda.

Steinarr Kr. , 5.9.2014 kl. 21:03

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Vissulega.

Sú var líka tíðin að landamæri skiptu minna máli en í dag. Sá sem fær landvistarleyfi í Danmörku getur rétt út hendina og búist við gjafaregni úr vösum skattgreiðenda. Þar með verða landamæri Danmerkur skyndilega mikilvæg fyrir danska skattgreiðendur - þeir vilja verja þau til að verja ásókn í vasa sína.

Sú var tíð að ekkert slíkt gjafaregn var til. Þá gátu menn ferðast frá Frakklandi til Úkraníu án vegabréfs. Menn sem vildu flýja skattheimtu og ofríki gátu bara hoppað yfir á næsta skika, sem einhver annar fursti, kóngur, prins eða lénsherra réði yfir, og byrjað að vinna fyrir sér. Því fleiri ríki, því betra.

Geir Ágústsson, 8.9.2014 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband