Rannsóknir skapa störf

Seðlabanki Íslands útilokar ekki að taka starfsemi tryggingamiðlara til rannsóknar vegna umsvifa þeirra eftir að gjaldeyrishöftin voru sett 2008. Varða hugsanleg rannsóknarefni sölu á tryggingasamningum fyrir hönd erlendra tryggingafélaga.

Þetta virðist vera við hæfi. Síðan höftin voru sett á hafa "rannsóknir" Seðlabanka Íslands aukist mjög í umsvifum. Margir hafa fengið vinnu við að framkvæma þessar rannsóknir. Margir fá þannig að ganga í jakkafötum og vera með bindi og framkvæma yfirheyrslur. Nú er búið að rannsaka útgerðarfyrirtæki og venjulegt fólk sem notar kreditkortið sitt til að versla á netinu. Næstir eru tryggingamiðlarar. Það er rökrétt. Við þurfum að halda þessu fólki í Seðlabanka Íslands uppteknu við eitthvað, ekki satt?

Boð og bönn eru lífskraftur ríkisvaldsins og á þeim dafnar það og þenst út.  


mbl.is Grunur um brot á lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað í ósköpunum á að rannsaka? Ef trygg­inga­miðlar­ar "nýttu sér gluf­ur" þá fóru þeir að lögum og reglum. Er markmiðið að terrorisera fólk?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 25.6.2014 kl. 08:55

2 identicon

Það er verið að glæpavæða Jón og Gunnu. Markmiðið er að taka alla pappírsseðla úr umferð. Þá getur fólk ekki gert áhlaup á banka og þeir geta tekið gjald af Jóni og Gunnu fyrir að geyma sparnaðinn í banka - í stað þess að greiða vexti. Ránið orðið löglegt en Jón og Gunna kolólögleg.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 25.6.2014 kl. 09:08

3 identicon

Sammála ykkur báðum. Draumumr allra ríkja er svo aö leggja af hefbundna mynnt. þá er hægt að sjá alveg nákvæmlega hvað þú eyðir í og hvenær!! Auðveldar að hækka þá alskonar gjöld og setja inn aukavexti ofl ofl. Nú eins má bara betur fylgjast með hvar þú ert, og hvert þú ferð, því gleymist síminn heima þá er erfiðara að hafa fólk undir eftirliti. Tað er ekki nóg að hafa hér cctv vélar um allt. Nei ríkið og allar stofnanir vilja vita alveg upp á hár í hvað peningar okkar fara.

Nú ef þú ferð of oft í ríkið þá má ýta aðeins við þér. Reykiru? Spurning að skoða aukagjald þar eða kanna hvað þú ert að seigja þegar þú ert spurð spurður hvort þú reykir. Amk sjáum við einn Winston á dag hér á skjánum;o) þetta verður dálítið svona dæmi. Ríkið að hafa vit fyrir okkur. þarna má svo líka skoða hvoret þú ert að eyða of miklu í spil ofl ;o)

ólafur (IP-tala skráð) 25.6.2014 kl. 09:28

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Ekki vanmeta yfirvöld. Einu sinni sagði einhver að lögin væru viljandi skrifuð þannig að hægt væri að kæra hvern sem er fyrir eitthvað ef nógu lengi er grafið. Þannig tryggir valdaelítan sér að ákveðinn ótti og hlýðni ríki í samfélaginu.

Þótt það sé kannski ekki staðan almennt þá er það staðan í lagaumhverfi þessara hafta. Þeim má beita á hvern sem er ef einhver víkur af línunni, t.d. gagnrýnir höftin, Seðlabanka Íslands eða ríkisstjórnina of mikið og harkalega.

Þegar höftin eru svo orðin alveg máttlaus og fólk byrjað að eyða öllu lausafé sínu í skartgripi og aðra verðmæta hluti og koma þeim úr landi þá taka við innflutningshöft með skömmtunarkerfi, sem menn í jakkafötum þurfa að sjálfsögðu að framfylgja. Þá tekur spillingin við: Mútur, fyrirgreiðslur og greiðar almennt.

Og þegar múturnar verða afhjúpaðar tekur við reiðin í samfélaginu. Fólk af eldri kynslóðum rifjar upp þá tíma þegar trésmíðarvél fékkst ekki nema frá Tékklandi, enda vöruskiptasamningur í gildi við það land (síld fyrir tæki). Lélegt tæki í staðinn fyrir góðan fisk. Sjómenn smygla erlendum gjaldeyri inn í landið, selja á uppsprengdu verði og kaupa varning sem þeir flytja út til að selja.

Ýkjur? Nei varla. Bara sagan að endurtaka sig. Mæli með þessari bók fyrir þá sem vilja lesa sagnfræði sem bráðum verður framtíð okkar:

http://www.forlagid.is/?p=580013

Geir Ágústsson, 25.6.2014 kl. 09:28

5 identicon

Þjóð í hafti er fín. Eggert Þór Bernharðsson er líka með ómissandi kafla um verslun í viðjum hafta í Sögu Reykjavíkur 1940-1990:

"Snemma í ágúst var byrjað að skammta byggingarvörur, skömmu síðar kaffi og skófatnað, þá var sala á bensíni takmörkuð. Sá orðrómur var á sveimi í Reykjavík að fyrirhuguð væri skömmtun á fjölmörgum vörutegundum öðrum, og ekki drógu þessar ráðstafanir úr honum. Afleiðingin varð sú að bæjarbúar þyrptust í verslanir til þess að birgja sig upp, og virtist litlu máli skipta hvað var á boðstólum. Ung stúlka kom t.d. inn í búð og keypti tvo þvottapoka. Kona sem stóð skammt frá henni í þrönginni heyrði pöntunina, hefur líklega haldið að pokar af þessu tagi væru að ganga til þurrðar, og hrópaði í miklum æsingi: "Ég ætla að fá tólf þvottapoka!" Önnur var á gangi í bænum og kom að verslun þar sem biðröð náði út á götu. Hún spurði hvað væri verið selja. Svar kom að bragði: "Eitthvað í kössum". [---] Oft var talað um "slag" þegar biðraðir voru annars vegar. Hvað harðastur var "bomsuslagur" enda skór næsta sjaldséðir í búðunum og biðraðir þá iðulega langar. Kona sem var að reyna að ná í skó á dóttur sína lýsti ástandunu m.a. svo: "Ég lenti svoleiðis í biðröð að ég varð alveg dauðhrædd. Það er í eina skiptið sem ég hef verið hrædd um að verða troðin undir. En ég komst lifandi inn, fékk skó á barnið og svo komst ég út bakdyramegin."

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 25.6.2014 kl. 11:37

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Lögfræðinám heldur áfram að vera góð fjárfesting á Íslandi.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.6.2014 kl. 01:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband