Forgangsröðun já? Sjáum nú til

Þeir sem rífast um afraksturinn af mjólkun skattgreiðenda nota oft furðuleg orð eins og "forgangsröðun" til að réttlæta stærri skerf af hinum löglega fengna ránsfeng. 

Vissulega láta flestir skattgreiðendur flá sig án mótmæla, hvorki í orði né verki. Fæst viljum við fara í fangelsi til að sleppa við löglegan þjófnað á launum okkar. Skárra er að vera rændur og hafa möguleikann á að ganga um göturnar, en sviptur frelsi. 

Stjórnmálaflokkar sem sáu um að tæma ríkissjóð á seinasta kjörtímabili eiga auðvelt með að slá sig til riddara í dag og heimta að tómur ríkissjóður sé skuldsettur enn frekar.

Staðreyndin er nefnilega sú að ríkisvaldið eyðir um efni fram og skuldar of mikið. Ekki ein króna er aflögu. Skattgreiðendur verða ekki mjólkaðir frekar. Ríkisvaldið er nú þegar að bjóða sértæka skattaafslætti og sérstakar undanþágur til að lokka fé til landsins og tryggja að örfá störf verði til sem hefðu ekki orðið til í umhverfi fullrar skattheimtu.  

Það er eitt skýrasta dæmið um að lengra verði ekki gengið í skattheimtu á Íslandi nema ætlunin sé beinlínis að halda hagkerfinu gangandi á vímuefnum lána og peningaprentunar og rýra þannig alla vöðva þess þar til það deyr.

Ríkisvaldið þarf að koma sér úr rekstri alla menntastofnana og gefa eftir í skattheimtu og reglugerðafargani. Þessi svimandi og þunglamalegi og í raun gjaldþrota rekstur ríkisvaldsins á menntakerfinu var athyglisverð tilraun til að hunsa lögmál hagfræðinnar, og uppfyllti sjálfsagt blauta drauma margra sósíalista, en núna er kominn tími til að enda hana. 


mbl.is Furðuleg forgangsröðun stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband