Gert upp við Icesave

Hérna er gerð ágæt grein fyrir þróun Icesave-málsins svokallaða. Icesave-málið má ekki gleymast. Í raun eru "Icesave-mál" alltaf að skjóta upp kollinum í þeim skilningi að sífellt er verið að reyna klína auknum byrðum á skattgreiðendur. Í Icesave-málinu stóðu nokkrir einstaklingar í lappirnar og fræddu almenning og forseta Íslands um ranglætið sem felst í því að moka gjaldþrotum ríkisábyrgða (beinna og óbeinna) á almenning, hvað sem lagabókstafurinn tautar og raular. 

Raunveruleikinn er raunar verri en það. Hin svokallaða stjórnarskrá Íslands er meðhöndluð eins og gólfteppi til að þurrka skít af skósólum stjórnmálamanna og helstu vina þeirra. Auðlegðarskatturinn svokallaði er til dæmis af mörgum talinn vera hrein eignaupptaka í trássi við fyrirmæli stjórnarskrár. Stjórnmálamenn tala niður til þeirra sem reyna að verja sig með stjórnarskránni. Í fæstum tilvikum fá kjósendur að tjá sig um væntanlegan yfirgang stjórnvalda. Stjórnmálamenn telja sig hafa frjálsar hendur til að setja hvað sem er í lög og eiga heilt bókasafn af "ástæðum" fyrir hinni og þessari "neyðarráðstöfuninni", sem enda oft á að verða varanlegar.

Icesave-málið kenndi vonandi Íslendingum að elítan sem vill stjórna okkur hefur einfaldlega ekki alltaf rétt fyrir sér. Vonandi taka sem flestir lexíuna alla leið og hefja baráttuna fyrir stórkostlega minnkuðum völdum og umsvifum hins opinbera.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband