Ísland og Sviss í sömu skúffu

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra, segir í svari til Árna Páls Árnasonar formanns Samfylkingarinnar, að hlé hafi verið gert á aðildarviðræðum við Evrópusambandið en umsóknin hafi ekki verið afturkölluð.

Þetta eru góðar fréttir. "Hlé" á umsókn þýðir væntanlega að her skrifstofufólks, sem fram til dagsins í dag hefur unnið að því hörðum höndum að svara spurningum Evrópusambandsins um íslenska stjórnsýslu, þýða lög og reglugerðir sambandsins og skrifa lagafrumvörp sem aðlaga íslenska stjórnkerfið að kröfum sambandsins fer að gera eitthvað annað.

Það ætti að spara skattgreiðendum heilmikið fé.

Ef ríkisstjórnin þorir ekki að afturkalla umsóknina formlega hefur hún vonandi hugrekki til að gera ekki meira í  henni. Íslenska umsóknin lendir þá vonandi og væntanlega í sömu skúffu og umsókn Sviss sem hefur legið í dvala síðan árið 1992. Það gerir ekkert til á meðan það kostar íslenska skattgreiðendur ekkert.

Núna þurfa ráðherrar ríkisstjórnarinnar að gera það skýrt að umræða um aðild Íslands að ESB er aftur orðin að kaffihúsaspjalli og hefur ekki áhrif á störf yfirvalda á þessu kjörtímabili (og vonandi um alla framtíð). Allskyns fyrirspurnir ráðherra og ESB-blaðamanna má skjóta niður með því að benda á útgefið svar ráðherra. Næsta spurning, takk? á að verða staðlað svar um leið og vísað er í stjórnarsáttmálann og svar ráðherra fyrir fyrirspurn. 


mbl.is Umsóknin hefur ekki verið afturkölluð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Austmann,félagasamtök

""Hlé" á umsókn þýðir væntanlega að her skrifstofufólks ... fer að gera eitthvað annað."

Eða verður hreinlega látið taka pokann sinn. Það þarf sennilega að fækka um 90% af starfsfólki Utanríkisráðuneytisins. Við höfum ekki ráð á því að hafa embættismenn og lögfræðinga slæpast á kostnað skattgreiðenda. Auk þess að loka þeim sendiráðum og ræðismannsskrifstofum sem opnaðar voru í sambandi við hina vanhugsuðu umsókn Samfylkingarinnar að Öryggisráði SÞ. Og stöðva þann hluta "þróunarhjálpar" til Afríku sem endar í vasa annarra en þeirra sem þurfa á henni að halda vegna spillingar.

Austmann,félagasamtök, 23.8.2013 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband