Já Ísland - Nei ESB

Umræðunni, ef svo má kalla, um umsóknaraðild og aðlögunarferli Íslands að ESB er núna haldið mjög á lofti af aðildarsinnum. Starfsmenn RÚV (margir hverjir ESB-aðildarsinnar, eða "Evrópusinnar" eins og það kallast víst af þeim sjálfum) hafa grafið upp þá örfáu þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem vilja halda umræðum um aðild og aðlögun áfram. Undirskriftum er safnað. Tindátar ESB-aðildarsinna eru komnir á fullt á Facebook. 

Gott og vel. Sumir vilja einfaldlega að Ísland gangi í ESB. Lái þeim það enginn. Aðrir Íslendingar hafa talað um aðild Íslands að NAFTA. Enn aðrir tala fyrir úrsögn úr EES. Fyrir öllum þessum skoðunum má færa rök.

Fyrir mitt leyti finnst mér sumt aðlaðandi við ESB: Aðgangur að innri markaði sambandsins, í raun þýsk yfirstjórn peningamála (þótt undan henni sé grafið) og franskir hermenn til þjónustu reiðubúnir ef fjölskyldunni minni yrði rænt í Afríku, og svona má lengi telja. Annað finnst mér síðra. Ég vil ekki að Ísland gangi í ESB.

Ég veit hvað er "í pakkanum". Ég þarf ekki að "kíkja í pakkann". Ég bý í ESB-ríki (Danmörku). Ég sé í kringum mig hvað er "í pakkanum". Í "pakkanum" er bannað að kosta ost Feta-ost nema hann sé framleiddur í Grikklandi, og agúrkur þurfa að vera beinar. Munntóbak má selja í lausu en ekki pokum. Ólívuolían á borðum veitingastaða skal vera í merktum neytendaumbúðum en ekki ómerktum glerflöskum. Skatta skal færa upp á að við að þeim þar sem þeir eru hæstir í ESB, svo "skattasamkeppni" valdi ekki stjórnmálamönnum of miklum óþægindum. Og svona má lengi telja. 

Að Ísland sé norðar í álfunni og vilji niðurgreiðslur úr vösum danskra skattgreiðenda til íslenskra bænda er eitthvað sem mér finnst óaðlaðandi við innihald "pakkans". Ef ESB ætlar að bjóða Íslendingum upp á slíka millifærslu þá finnst mér það til marks um stjórnlyndi og yfirgang sem er fráhrindandi í mínum augum. Nú þegar íslenska ríkið er á barmi gjaldþrots væri einmitt upplagt og jafnvel pólitískt raunsætt að fella niður allar niðurgreiðslur til atvinnulífsins. 

Þeir sem vilja að aðildar- og aðlögunarviðræður haldi áfram við ESB eru að ljúga þegar þeir segjast ekki vita um hvað "stendur til boða". Jú, það vita þeir vel. Það hafa meira að segja menn eins og Össur Skarphéðinsson játað. Þessi hola gulrót sem er notuð til að teyma Íslendinga áfram í stuðningi við ferlið er fals.

ESB er ekki lokaður pakki. Allt lagasafn þess er aðgengilegt á netinu. ESB montar sig af því að vera gegnsætt og lýðræðislegt. Umsókn um aðild að ESB er engin óvissuferð. Hún er jafnmarkviss ásetningur og umsókn um aðild að Viðskiptakorti Hagkaupa eða Saga Club Icelandair. Lestu bara smáaletrið ef þú ert í vafa - það er einum músasmelli í burtu!

Og ég er á móti aðild. Það er mín upplýsta afstaða.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Innri markaður ESB er ekki eins virkur og menn halda eins og sjá má ef kíkt er á bloggsíðu Gunnars Rögnvaldssonar (hægra megin).

Það sem gleymist er að ESB er skrifræðisbákn sem engin verðmæti framleiðir. Evrópuþingið samanstendur af hundruðum þingmanna og svo eru alls kyns nefndir og ráð og ég veit ekki hvað meira auk allra skriffinnanna sem þiggja engin lúsarlaun vegna þess að þeir eru svo mikilvægir - hvað ætli sjávarútvegsstjóri ESB (bókmenntafræðingurinn) þiggi í laun mánaðarlega fyrir sitt frábæra starf? Enginn þessara aðila framleiðir verðmæti heldur lifir eins og blóðsuga á einkageiranum sem framleiðir verðmæti. Til að bíta höfuðið af skömmunni gera þessar mannvitsbrekkur svo einkageiranum sífellt erfiðara um vik að framleiða verðmæti.

Er nema von að atvinnuleysi innan ESB sé mikið? Finnst fólki það virkilega skrýtið?

Helgi (IP-tala skráð) 20.8.2013 kl. 17:15

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Sæll Helgi,

Innri markaður ESB er vafinn inn í allskyns reglur og reipi þótt hann sé "tollfrjáls". Það hef ég prófað. Ég get t.d. ekki keypt hvað sem ég vil frá breska Amazon þótt ég búi hinum megin við Norðursjó og er innan sama tollabandalags. Hið sama gildir um hið þýska Amazon. Ég kann engar skýringar á því.

Um flest Vesturlönd má segja eftirfarandi eða svipaða sögu:

"This is the only country in the Western Hemisphere where the kind of democratic socialism practiced in Norway, Labor Britain or New Zealand has been attempted. Alas, thanks to warped conceptions and biased application, the entire social and economic structure has been set askew. Here charity begins at home. One out of three adults receives some kind of pension. Forty per cent of the labor force is employed by the state. Political parties compete to expand a ridiculously swollen bureaucracy which only works a thirty-hour week. . . ."

"Of a population of around 2.6 million, the number of gainfully active Uruguayans is at the most 900,000. Pensioners number in excess of 300,000. Months ago the unemployed came to 250,000, or almost 28 per cent of the work force, and the figure must now be higher. . ."

"[G]overnmental welfarism, with its everincreasing army of pensioners and other beneficiaries, is fatally easy to launch and fatally easy to extend, but almost impossible to bring to a halt—and quite impossible politically to reverse, no matter how obvious and catastrophic its consequences become. It leads to runaway inflation, to state bankruptcy, to political disorder and disintegration, and finally to repressive dictatorship. Yet no country ever seems to learn from the example of another."

Þessi textabrot eru úr kafla 18 í bókinni Man vs. The Welfare State eftir Henry Hazlitt (http://mises.org/document/2974/Man-vs-The-Welfare-State) og fjallar um Uruguay og hvernig velferðarkerfið og hinu opinbera þar tókst, á mjög skömmum tíma, að gera ríkt land að fátæku landi.

Vítin eru til að varast þau, en ekki apa eftir. Vítið hérna er: Stöðvið velferðarríkið, eða takið afleiðingunum. Það er léttara að gera á Íslandi með því að halda því frá ESB. Nógu mikið er lagt á íslenska stjórnkerfið með EES.

Geir Ágústsson, 21.8.2013 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband