Gatinu má loka með því að minnka ríkisvaldið

Áhyggjum veldur hversu lítill hagvöxtur mælist um þessar mundir, en hann er langt undir því sem forsendur fjárlaga gerðu ráð fyrir. Fyrir vikið verður erfiðara að loka fjárlagagatinu. 

Getur það verið?  Stóðust ekki áætlanir um "hagvöxt"? Ekki batnar ástandið þegar það er haft í huga að ekki er um raunverulegan vöxt hagkerfisins að ræða í merkingunni "fleiri vörur og meiri þjónusta í boði en áður", heldur það sem ég vil kalla Excel-hagvöxt; vöxt í peningastærðum sem koma verðmætasköpun í hagkerfinu ekkert við. (Ef hagkerfið væri raunverulega að styrkjast án fikts með peningastærðir þá væri aukning í framleiðslu og bæting framleiðni vegna fjárfestinga að valda lækkandi verðlagi. Vesturlönd hafa ekki séð slíkt í 100 ár með fáum undantekningum.)

Hvað sem því líður er ljóst að hallarekstur ríkissjóðs þarf að stöðva. Tvær leiðir eru oftast nefndar til þess: 

  1. Að ríkið hækki skatta.
  2. Að ríkið lækki útgjöld.

Fyrri punkturinn er eitur sem heldur áfram að veikja heilsu hagkerfisins. Seinni punkturinn er pólitískt erfiður því er ekki búið að skera allan ríkisrekstur "niður að beini"?

Ég ætla því að mæla með þriðju leiðinni: 

  1. Að ríkisvaldið skeri heilu afkimana af sér og komi þeim alveg úr umsjón sinni.

 Þessi leið hefur marga kosti, til dæmis þessa: 

  • Ríkið þarf ekki að fá hausverk yfir "niðurskurði", verkföllum, skipulagsbreytingum og öðru vegna reksturs sem það hefur einfaldlega ekki á sinni könnu.
  • Neytendur og seljendur fá frjálsar hendur til að semja sín á milli um kaup og kjör.
  • Markaðsaðhaldið kemur til leiks; slæm fyrirtæki fá slæmt umtal og upplifa lækkandi hlutabréfaverð, en góð fyrirtæki fjölga í hópi viðskiptavina sinna og eflast.
  • Opinberar ráðningar, sem hafa verið mikið í umræðunni undanfarið (t.d. í tengslum við Íbúðalánasjóð) heyra vitaskuld sögunni til.
  • Þeir fáu sem geta sér litla sem enga björg veitt þurfa ekki lengur að passa inn í þrönga ramma opinberra eyðublaða "velferðar"kerfisins og geta látið vita af nauð sinni. Góðhjartað fólk, sem vill styðja þá sem minna mega sín, þarf ekki lengur að fjármagna sligandi ríkisreksturinn og getur látið gott af sér leiða fyrir eigið fé og hvatt aðra til að gera það sama.
  • Ríkisvaldið getur "lokað fjárlagagatinu" með því að koma heilu afkimunum úr ríkisrekstrinum og þar með af borði fjármálaráðherra. "Vandræðakerfi" eins og heilbrigðiskerfið hætta þá að vera hausverkur ráðherra og ríkisstjórnar.

Fleira má telja til en kjarni málsins er þessi; ríkisvaldið hefur alltof mikið á sinni könnu, og tekst ómögulega að láta enda ná saman, og á því að fækka á verkefnalista sínum þar til það tekst. Við hin fáum í staðinn aukið svigrúm til að ná markmiðum okkar, aðstoða hvert annað, versla við hvert annað og senda slæma rekstraraðila á hverju sem er í gjaldþrot eftir eigin geðþótta.


mbl.is Erfiðara að loka fjárlagagatinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta er of góð hugmynd til að komast í framkvæmd.

Ríkið er ekkert að fara að minnka. Það mun frekar stækka. Til að spara, sko.

Ásgrímur Hartmannsson, 19.8.2013 kl. 08:23

2 identicon

Sæll.

Ég myndi gjarnan vilja sá hvaða réttlæting býr að baki skattheimtu? Hvaða rétt hefur hið opinbera til að taka fé af fyrirtækjum og einstaklingum?

Þetta er algert grundvallaratriði sem engan gaum fær. Hvers vegna?

Helgi (IP-tala skráð) 20.8.2013 kl. 17:18

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Helgi,

Margar réttlætingar hafa verið smíðaðar í gegnum aldirnar. Þeir eru t.d. til sem tala fyrir skattheimtu sem einhvers konar "sjálfviljugum greiðslum til samneyslunnar". Þeim tekst samt aldrei að standast einfalt próf: Að hætta að greiða skatt og sjá hvað gerist.

Geir Ágústsson, 21.8.2013 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband