Lærdómurinn af falli Detroit

Sigurður Már Jónsson skrifar ágætan pistil um fall Detroit-borgar í Bandaríkjunum. Hann segir meðal annars:

Detroit borg hefur um langt skeið lagt skatta á íbúa sína, sem hafa aðeins að litlu farið til þess að veita skattborgurum þjónustu ... Þess í stað hafa skattpeningarnir farið í að standa við óraunhæf lífeyrisloforð stjórnmálamanna til handa starfsmönnum borgarinnar frá fyrri árum.

Kunnuglegt, eða hvað? Svona haga stjórnmálamenn á Íslandi sér í dag. Lærdómurinn af Detroit ætti að vera sá að gjaldþrot blasi við ef þeirri hegðun er ekki snúið við. Stjórnmálamönnum finnst oft erfitt að hækka ríkisútgjöld í dag, því þá þarf að hækka skatta enn frekar, og það er aldrei vinsælt. Þess í stað er auðvelt að lofa ríkisútgjöldum seinna, og upplögð leið til þess er að lofa feitum lífeyri til opinberra starfsmanna. Þannig má lokka þá frá einkafyrirtækjum, gera þá að traustum kjósendum þeirra sem vilja stækka ríkisvaldið, og þeir sem eru kosnir inn í stórt ríkisvald vita að þeir munu líka njóta góðs af loforðunum um stærri lífeyri.

Sigurður segir einnig:

Skuldasöfnun íslenska ríkisins og geta þess til að sinna þörfum borgaranna hefur áhrif á það hversu áhugavert er að búa hér og greiða skatta. Að öllum líkindum þarf að grípa til fjölþættra aðgerða til þess að Ísland sé áfram áhugaverður staður fyrir ungt og velmenntað fólk.

Mikið rétt. Nú hefur skattasamkeppni sveitarfélaga á Íslandi nánast verið útrýmt með umfangsmiklum sameiningum þeirra, fjölgun lögskyldra verkefna sem þeim er gert að sjá um, og almennrar loforðagleði stjórnmálamanna. Innan Evrópusambandsins er verið að reyna útrýma skattasamkeppni. Í Bandaríkjunum verða alríkisskattarnir sífellt umfangsmeiri. Samt tekst fólki að flýja þaðan sem ástandið er verst, t.d. Detroit. Að geta flúið ofríki stjórnmálamanna er mjög mikilvægt. 

Saga hinnar gjaldþrota Detroit-borgar er saga velferðarkerfisins, hraðspóluð.  Ætla Íslendingar að læra eitthvað af henni?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bílaborginni Detroit blæddi út

en verið er að kyrkja bílaborgina Reykjavík

hraðhindranir, þrengingar og fl. auka mjög mengun og streitu

þar fyrir utan valda umferðatafir vinnutímatapi og árekstrum.

Grímur (IP-tala skráð) 29.7.2013 kl. 10:24

2 Smámynd: Steinarr Kr.

Detroit gæti verið fyrsti "kubburinn" í dominoi sem er að falla og eru víst margar aðrar borgir að nálgast svipaða stöðu. Þar á meðal er Chicago, hvaðan draumaeyðsluseggur Demókrata kemur.

Jafnvel þó alríkið (Fed) reyni að bjarga Detroit er hætta að það verði bara skammvinn frestun.

Sammála Grími. Held að stjórn besta og sf. verði aðallega minnst fyrir að þrengja að öllu sem þeir gátu.

Steinarr Kr. , 29.7.2013 kl. 18:52

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Velferðarkerfið í höndum stjórnmálamanna (andstætt t.d. velferðarkerfum einkaaðila) er dæmt til að þenjast út þar til það dregur allt hagkerfið með sér niður. Þeim sem vantar annað dæmi en Detroit um slíkt gætu haft gagn og gaman af að lesa um sögu Uruguay:

http://www.fee.org/the_freeman/detail/uruguay-welfare-state-gone-wild#ixzz2aVDbW9N1

"Perhaps the most dramatic ex­ample of a country needlessly ruined by "welfare" policies is Uruguay."

Geir Ágústsson, 30.7.2013 kl. 05:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband