Forgangsatriði stjórnvalda: Fækka glæpum

Ég vona að ný ríkisstjórn geri það að forgangsverkefni sínu að fækka glæpum. Ég er með mjög einfalda leið til að gera það: Fækka því sem er ólöglegt að gera á Íslandi.

Sem stendur er ólöglegt að selja áfengi nema vera Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Sá sem setur bjór við hlið kókflöskunnar í verslun sinni hefur brotið lög. Sú aðgerð er lögreglumál. Lögregluþjóna þarf að kalla á vettvang. Dómsvaldið þarf að taka á hinum mikla glæp. Miklu af fé skattgreiðenda er varið í að fylgja málinu til enda. 

Með því að afnema lögbann við sölu áfengis í hvaða verslun sem er (t.d. til allra sem eru sjálfráða) er hægt að spara mikið af tíma lögreglu og dómsvalds. Landasala leggst af að mestu. Heimabruggun verður nánast útrýmt. Smygl verður væntanlega hverfandi. Tollverðir á flugvöllum sleppa við að gramsa í töskum og pokum í leit að áfengi til að vega og bera saman við löglegt innflutningsmagn.

Glæpum fækkar í stuttu máli, og það með sparnaði í opinberri eyðslu á fé landsmanna!

Sumir hafa lagst gegn slíkri forgangsröðun, og telja að áfengissala eigi ennþá að vera lögreglumál ef hún fer fram utan þröngt skilgreindra ramma löggjafans. Mín skoðun er sú að með því að gera áfengissölu að eðlilegum hlut sé hægt að fækka glæpum á Íslandi mikið, og að það eigi að vera forgangsatriði.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað á að leyfa öllum sem eru á annað borð með verslanir og vsk-númer að selja áfengi. Því nær sem það er neytendum því betra fyrir alla. Svo þyrfti að bjóða upp á heimsendingar til þeirra sem eiga af einhverjum ástæðum erfitt með að komast sjálfir út í búð, t.d. vegna lömunar eða offitu. Heimsendingar á áfengi myndu líka fækka ölvunaraksturstilfellum því flestir sem fara fullir út að aka eru einmitt á leiðinni eitthvað til að fá sér meira að drekka. Þess þyrftu þeir ekki ef það væri heimsending.

Gestur (IP-tala skráð) 3.7.2013 kl. 03:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband