Danskari en Daninn

Þurfa Íslendingar alltaf að vera kaþólskari en páfinn? Eða í þessu tilviki: Danskari en Danir.

Jarðefnaeldsneyti er ekki fullkomið, en það er enn sem komið er það besta sem mannkynið hefur til að knýja áfram bætt lífskjör og útvega sér orku án þess að sópa öllu skóglendi ofan í brennsluofna (sjá t.d. þessar sláandi myndir frá landamærum Haítii og Dóminíska lýðveldisins, og þennan texta).

Danir hafa notið góðs af olíulindum sínum, þótt litlar séu í samanburði við nágranna þeirra í Norðursjó. Þannig verður það um einhver ár í viðbót.  

Nú hefur hið íslenska ríki gefið út leitar- og vinnsluleyfi fyrir lítinn blett í efnahagslögsögu Íslands. Núna þarf ríkisvaldið ekki að gera meira við það svæði. Að taka pólitíska ákvörðun um að stöðva leit og hugsanlega vinnslu af því Ísland á að verða "kolefnisfrítt" er bara dekstur við áhugamál.  


mbl.is Íslendingar hætti við olíuleit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

vatns-,vind og sólarorka eru löngu orðnir raunhæfir kostir -

sem og fullt af öðrum sniðugum lausnum s.s. bloom box

elin (IP-tala skráð) 29.5.2013 kl. 10:20

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Það var nú gott að vita. Ég vona að fjárfestar hafi sömu vitneskju. Greyið skattgreiðendur hafa þolað nóg af fullvissu stjórnmálamanna fyrir framtíð ákveðinnar tækni.

Geir Ágústsson, 29.5.2013 kl. 11:24

3 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Hvað verður um vindorkuna í logni?

Óskar Guðmundsson, 29.5.2013 kl. 12:48

4 identicon

Við þurfum ekki að hafa áhyggjur, það verður aldrei unnin olía þaðan.

Fyrir það fyrsta allt of flókið og dýrt að ná í olíu við þær aðstæður sem þarna eru og svo er engin olía þarna :-D

Steini (IP-tala skráð) 29.5.2013 kl. 19:34

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Steini,

Að engin olía sé þarna (í vinnanlegu magni) er auðvitað einn möguleiki, og sá sem á að hvetja til varúðar í að fjárfesta of mikið fyrir olíufé fyrirfram.

Að það sé of dýrt og flókið er afstætt. Ef olíuverð er nógu hátt (t.d. vegna minnkandi vinnslu annars staðar, á sama tíma og olíuþorsti mannkyns heldur áfram að vaxa) þá eru fá verkefni of flókin. Láttu mig þekkja það! Vissir þú að Braslíumenn eru að sækja olíu á næstum því 3000m dýpi, úr borholum sem eru næstum því 4000m djúpar, svo dæmi sé tekið? (http://www.petrobras.com.br/en/energy-and-technology/technology-and-research/operations-in-the-pre-salt/)

Ég yrði manna ánægðastur að sjá að vinnanleg olía finnst þarna og einhver er tilbúinn í að fjárfesta í að sækja hana. Ég sæki um vinnu hjá þeim aðila um leið!

Geir Ágústsson, 30.5.2013 kl. 07:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband