Eru laun ráðherra of há miðað við almennra þingmanna?

Endalaus slagur um ráðherraembætti er furðulegur að mínu mati og bendir til að laun ráðherra séu of há miðað við laun almennra þingmanna. Til ráðherra veljast oft hryggleysingjar sem þora ekki að taka ákvarðanir og skilja eftir sig meiri ringulreið en hefði verið til staðar ef þeir hefðu hreinlega ekki mætt í vinnuna. Þessir hryggleysingjar hafa ekki upp á neitt að bjóða og völdust í embætti ráðherra og sama hátt og ryk sýgst inn í ryksugu: Holrými í undirþrýsing saug til sín það næsta sem var fyrir framan það.

Einnig þykir mjög eftirsótt að verða formaður í einhverri af alltof mörgum þingnefndum.

Öll þessi aukastörf ætti að leggja niður. Ráðherrum mætti fækka niður í fjóra eða fimm. Allt sem flokkast sem of mikið álag á þær greyið sálir ætti að einkavæða út úr ríkisvaldinu eða hreinlega leggja niður.

Að Íslendingar með íbúafjölda á við lítið úthverfi í meðalstórri borg í Evrópu þurfi að halda uppi öllum þessum ráðherrafjölda er til marks um algjöran skort á jarðtengingu.

Með "skiptingu ráðherraembætta" úr sögunni gætu þingmenn farið að einbeita sér að málefnavinnu. Enginn sérstakur fjárhagslegur ávinningur fælist í aukaembættum eða formannstitlum. Þingmenn ættu hreinlega á hættu að ná að lesa yfir eitthvað af þeim lagafrumvörpum sem þeir kjósa yfir okkur almenning.

Sem betur fer fáum við ekki allt það ríkisvald sem við borgum fyrir, en það mætti engu að síður verða miklu, miklu minna. Skref í þá átt væri að lækka laun ráðherra næstum því niður í laun þingmanna, útnefna bara fjóra eða fimm ráðherra, gefa hverjum og einum þeirra fullt af ráðuneytum, og byrja svo að skera þau niður eða afnema þar til þessir fjórir eða fimm ráðherrar eru orðnir sáttir við vinnuálagið við stjórnun á okkur hinum. 


mbl.is Formenn funda áfram í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Högni Elfar Gylfason

Vandamálið er miklu heldur of fáir ráðherrar því eftir því sem þeim fækkar, þá fjölgar embættisblókunum sem þegar ráða alltof miklu og bera enga ábyrgð á gjörðum og ákvörðunum sínum.

Punktur og basta...

Högni Elfar Gylfason, 13.5.2013 kl. 16:56

2 identicon

Íbúar í Sviss eru 7,8 milljónir talsins. Ráðherrar (Bundesräte) eru 7.

Stjórnsýslan er talin einhver sú besta í heiminum.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.5.2013 kl. 17:45

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Góðir punktar hjá báðum.

En hvað ef þingmenn sæju aldrei raunhæfan möguleika á ráðherraembætti vegna þess hversu fá embættin eru og stæðu þá fastar í fæturnar þegar ráðherrar biðja um fleiri aðstoðarmenn? Er ekki komið nóg af því að vorkenna fólki sem býður sig sjálfviljugt fram í ábyrgðarstöður á fyrirfram þekktum kjörum? Ekki fá forstjórar slíka vorkunn þótt þeir séu undir miklu álagi og oft á "vakt" allan sólarhringinn alla daga ársins.

Geir Ágústsson, 13.5.2013 kl. 18:45

4 Smámynd: Steinarr Kr.

Látum ráðherranna liggja á milli hluta. Byrjum að skera niður alla aðstoðarmennina, blaðafulltrúana, ímyndarsmiðina og hvað þetta heitir allt saman. Þetta er falinn kostnaður, því hver ráðherra er með fleiri en einn aðstoðarmann og þingmenn eru líka með aðstoðarmenn. Þarna virðist hægt að ráða inn, án þess að sækja til þess heimildir í fjárlögum eða gera það á annan opinberan, gagnsæjan hátt.

Steinarr Kr. , 14.5.2013 kl. 18:59

5 identicon

Sæll.

Fínn pistill.

Svo gleymist einhvern veginn alltaf að starf þingmanns á að heita fullt starf. Sama á við um ráðherraembætti, 100% starf.

Hvernig stendur þá á því að einhverjir telja sig geta sinnt báðum störfum í einu undanbragðalaust? Eru þetta ekki einfaldlega vinnusvik, skattgreiðendur að greiða fyrir vinnu sem ekki fer fram? Trúir því einhver að þeir sem eru bæði þingmenn og ráðherrar vinni 80 tíma á viku?

Ef þetta lið vill aðstoðarmenn getur það greitt fyrir þá sjálft.

Helgi (IP-tala skráð) 17.5.2013 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband