Er í lagi að stunda viðskipti við kúgara?

Íslenskir og kínverskir stjórnmálamenn skrifuðu nýlega undir samning um fækkun opinberra hindrana á viðskiptum Íslendinga og Kínverja.

Þetta eru, að mínu mati, góðar fréttir.

Ýmsir hafa samt lýst yfir efasemdum með ágæti slíks samnings. Sem dæmi má nefna Vefþjóðviljann sem spyr:

Nú er Vefþjóðviljinn auðvitað hlynntur frjálsum viðskiptum og ætti því almennt að vera hlynntur fríverslunarsamningum. Hér á hins vegar í hlut alræðisríki kommúnista, þar sem fólk býr við verulega kúgun. Hversu mikla fríverslunarsamninga vilja Íslendingar gera við slík ríki?

Jón Magnússon, lögmaður, segir:

Í viðtölum vegna viðskiptasamningsi Íslands og Kína lýsti Össur því yfir að ekkert sé við mannréttindabrot Kínversku kommúnistastjórnarinnar að athuga og nýir menn séu komnir að og allt í besta lagi í alþýðulýðveldinu. Bara nokkrir blóðdropar sem er úthellt úr andófsmönnum, Tíbetum og öðrum misjöfnum sauðum. Það finnst ráðherra Samfylkingarinnar afsakanlegt og allt í lagi.

Fleiri dæmi mætti eflaust finna en ég læt þessi duga.

Ég spyr hins vegar: Hvort kemur á undan, að stjórnvöld hætti mannréttindabrotum og kúgun á eigin þegnum, eða að þegnarnir hrindi af sér kúgun og mannréttindabrotum stjórnvalda?

Í Kína byrjuðu stjórnvöld á að "heimila" einhvern vísi að frjálsum viðskiptum á ákveðnum svæðum. Afleiðing var stórkostleg lífskjarabót íbúanna. Þeir gátu bætt lífsgæði sín og í kjölfarið kemur oft krafan um að fá að bæta þau ennþá meira. Smátt og smátt hafa fleiri og fleiri Kínverjar fengið möguleika til að taka þátt í hagkerfinu, versla við útlendinga og jafnvel halda í eigur sínar að miklu leyti án þess að það sé refsivert.

Hinar pólitísku umbætur í Kína hófust með örlítilli losun á taki ríkisvaldsins en eru núna undir miklum þrýstingi frá sífellt betur stæðum íbúum. Skriðþunginn er í átt til aukins svigrúms íbúanna. Ég held því fram að hinar pólitísku umbætur komi í kjölfar lífskjarabótanna, sem aftur koma þegar frjálsum markaði er leyft að leiða saman kaupendur og seljendur án rányrkju og ofbeldis.

Við eigum að fagna því að opinberum hindrunum á viðskiptum Íslendinga og Kína hafi verið fækkað eitthvað. Það yrði synd að sjá þær koma aftur í kjölfar aðildar að ESB. Það yrði synd að sjá fækkun opinberra hindrana kafna í "umræðu" á Íslandi um ágæti kínverskra kommúnista eða ummæla utanríkisráðherra um ágæti þeirrar kúgunar sem enn er stunduð í Kína.

Næsta skref hjá Íslendingum gæti svo verið að fella einhliða niður allar opinberar hindranir á viðskiptum við umheiminn. Öll stjórnvöld beita þegna sína ofbeldi þótt sum séu mun verri en önnur. Hindranir á frjáls viðskipti bæta bara gráu ofan á svart fyrir þá sem búa við pólitíska kúgun og eru að reyna bæta lífskjör sín og viðnám gegn yfirgangi stjórnvalda.

Að lokum, tilvitnun í Milton Friedmann heitinn (feitletrun mín):

It is this feature of the market that we refer to when we say that the market provides economic freedom. But this characteristic also has implications that go far beyond the narrowly economic. Political freedom means the absence of coercion of a man by his fellow men. The fundamental threat to freedom is power to coerce, be it in the hands of a monarch, a dictator, an oligarchy, or a momentary majority. The preservation of freedom requires the elimination of such concentration of power to the fullest possible extent and the dispersal and distribution of whatever power cannot be eliminated - a system of checks and balances. By removing the organization of economic activity from the control of political authority, the market eliminates this source of coercive power. It enables economic strength to be a check to political power rather than a reinforcement. 

Og hananú!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þar sem ég var nú í kína og nálægt núna þá var sagt í fréttum þar að Ísland og Peking hafi verið að gera viðskiptasamning. Ekki Kína. Ég spyr ef einhver er svo fróður hefir einhver lesið þennan samning. Felur hann í sér atvinnuleifi og innanlands verslunarleifi kínverja á Íslandi. Í dag er talað um að það vinni 400 manns í Kínverka sendiráðinu. Getur verið að þar sé stunduð verslun og viðskipti. Bara til upplýsinga þá eru 20 starfsmenn að meðaltali í öllum hinum sendiráðum svo hvað eru Kínverjar að gera hér. Aftur hvar finn ég þennan samning. 

Valdimar Samúelsson, 17.4.2013 kl. 07:49

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Sæll Valdimar,

Það verður seint sagt að þessi samningur geri viðskipti Íslendinga og Kínverja "frjáls". Eitthvað virðist þó gefa eftir af opinberum hindrunum.

Hérna er stutt samantekt:

http://www.utanrikisraduneyti.is/media/fta-kina/FTA-Kina-i-hnotskurn_14042013_Final.pdf

Hérna er samningurinn í heild sinni:

http://www.utanrikisraduneyti.is/samningar/friverslunarsamningar/nr/7651

Geir Ágústsson, 17.4.2013 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband