Þingmenn veiti þingmönnum aðhald

„Er engin leið til að fyrir þingið að verja gesti sína fyrir rógburði og haugalygi þingmanna,“ spurði Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, á Alþingi í dag ...

Svarið er jú. Það er í hans eigin verkahring sem þingmanns að veita öðrum þingmönnum aðhald og leiðrétta það sem hann telur að þurfi að leiðrétta í málflutningi þeirra. 

Kannski gerir Björn Valur sér ekki grein fyrir þessu því á meðan hann hefur haft sæti á Alþingi hefur stjórnarandstaðan lítið haft fyrir því að leiðrétta vitleysuna sem vellur oft úr munni stjórnarþingmanna. Björn Valur hefur vonandi lært eitthvað nýtt í dag.

Hitt er annað að þingmenn eiga að vanda sig í endursögnum. Það sem Guðlaugur sagði að aðrir hafi sagt getur verið hans túlkun eða orðalagsbreytingar en hvað sem því líður á hann og aðrir að vanda sig. Endursagnir eiga að vera réttar.

Enn annað mál er svo skattkerfið á Íslandi. Að mínu mati er gott að það sé flókið því það eykur líkurnar á því að einhverjum takist að forða verðmætum sínum frá klóm hins opinbera. Á móti kemur að venjulegt fólk getur flækst í kerfinu og hlotið dóm fyrir skattaundanskot og skattsvik sem það ætlaði sér bara alls ekki að stunda.

Vandamálið er samt alltaf fjárþorsti hins opinbera. Hann er of mikill. Auðvitað á að einfalda skattkerfið til að lágmarka fjölda friðsamra borgara sem lenda í fangelsi vegna flæknanna í skattkerfinu.

Skatta á samt fyrst og fremst að afnema, helst þá alla með tölu, en til vara að afnema þá flesta og stórkostlega lækka þá sem eftir eru. Annars er hætt við að íslenskir skattgreiðendur þurfi ítrekað að svara að hætti skattgreiðandans (vínframleiðanda) í sögu 19. aldar hagfræðingsins Frederic Bastiat, sem sagði við skattheimtumanninn:

Þú mátt alveg hlægja að mér, herra skattheimtumaður, því ég á það svo sannarlega skilið. En sýndu sanngirni. Leyfðu mér að minnsta kosti að halda eftir sjöttu víntunnunni. Þú hefur nú þegar tryggt þér fé til greiðslu skulda, og séð fyrir landvörnum og almannaþjónustu, fyrir utan að fjármagna stríð í Afríku. Hvað gætir þú viljað meira? 

Þess má geta að sjötta víntunnan í þessari dæmisögu fór í að niðurgreiða rekstur klæðaframleiðandans sem var að verða undir í samkeppni við erlendan fataiðnað. 


mbl.is „Rógburður og haugalygi“ þingmanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Mér finnst það opin spurning hvort skattheimta sé lögleg. Á ekki eignarrétturinn að heita tryggður í stjórnarskrá? Hefur fólk samþykkt að greiða þriðja aðila stóran hluta sinna tekna? Þessi sami aðili getur svo að eigin vild, ef honum sýnist svo, tekið meira af fólki án þess að fólk hafi nokkuð með það að segja.

Ég veit að í USA eru sumir á því að skattheimta þar samræmist ekki stjórnarskránni. Því miður er það ekki einu sinni rætt hérlendis :-(

Helgi (IP-tala skráð) 15.3.2013 kl. 08:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband