Heitt loft?

Eignir lífeyrissjóðanna jukustu um 40 milljarða í janúar, eða sem nemur um 1,3 milljarði á hverjum degi. Góð ávöxtun á innlendum sem erlendum hlutabréfamörkuðum ásamt lækkun á neikvæðri afleiðustöðu eru helstu skýringar þessarar aukningar. Þetta kemur fram í morgunkorni greiningardeildar Íslandsbanka, en hrein eign sjóðanna nam í lok mánaðarins um 2434 milljörðum.

Í greiningunni segir að innlend hlutabréfaeign hafi aukist um 12,4 milljarða og eign í innlendum hlutabréfasjóðum um 5,2 milljarða. Verð hlutabréfa hefur hækkað mikið hér á landi, en OMXI6 hlutabréfavísitalan hérlendis hækkaði um 11% í mánuðinum. 
 
 Athyglisvert. Ef ég ætti mikið fé í íslenska lífeyrissjóðakerfinu og ætlaði mér að treysta á það til framfærslu í ellinni þá væri ég smeykur núna.
 
Hlutabréfaverð á Íslandi er afsprengi gjaldeyrishaftanna. Lífeyrissjóðirnir geta valið um að fjármagna hallarekstur ríkisins eða kaupa hlutabréf innanlands, hver í kapp við annan.
 
Íslensk fyrirtæki eru smátt og smátt að drepast. Hagkerfinu hefur verið haldið í líflínu skuldsetningar og ríkisafskipta síðan það hrundi haustið 2008. Stjórnvöld hafa ekki þorað að leyfa markaðinum að taka til. Næsta ríkisstjórn hefur vonandi pólitískt hugrekki til að leyfa óumflýjanlegri aðlögun hagkerfisins að eiga sér stað. Í leiðinni þurrkast meint aukning á verðmæti eigna lífeyrissjóðanna út og mun ekki ná sér á strik fyrr en að nokkrum árum liðnum, ef hagkerfinu verður leyft að vaxa á eðlilegum forsendum.
 
Ég vil hvetja þá sem starfa í íslenska fjármálakerfinu til að vera á varðbergi gagnvart heitu lofti sem streymir úr götóttri blöðrunni sem stjórnmálamennirnir hafa búið til.  
 

mbl.is Sjóðirnir stækkuðu um 1,3 milljarð á dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband