Nú eða einkavæða... alveg!

Hugsum okkur eftirfarandi:

Ríkisvaldið á ekkert fyrirtæki sem dreifir bréfum. Ríkisvaldið setur ekki nein lög á meðhöndlun bréfa og pakka. Ríkisvaldið skiptir sér ekkert af því hver ber út bréf og pakka. Ríkisvaldið veit varla af póstdreifingu öðruvísi en að þar tekur fyrirtæki við varningi og kemur honum áleiðis, gegn greiðslu, og starfar samkvæmt sömu lögum og t.d. fatahreinsanir, pizzusendlar og jólasveinarnir þrettán.

Hvað er það versta sem hægt er að hugsa sér að gerist í slíku umhverfi? Að enginn geti sent bréf? Að allir pakkar komi rifnir og gegnblautir á áfangastað? Að fimm mismunandi póstkassar fylli alla stigaganga fjölbýlishúsa?

Ég er forvitinn.  


mbl.is Ríkisframlag eða aðhaldsaðgerðir framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í grunninn er eg ter alveg sammala en vidfangsefnid er bara ekki alveg svo einfalt. Posturinn dreifir svo daemi se tekid logformlegum skjolum, birtingum og stefnum t.d. Tad tyrfti tannig ad endurskilgreina ymislegt adur en tessi leid yrdi farin. Hitt er annad mal ad helstu utkjalkar og innstu dalir vaeru ekki eftirsoknarverdir vidkomustadir a frjalsum markadi.

einar (IP-tala skráð) 26.2.2013 kl. 13:32

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Hvaða heimtingu á maður sem býr í nánast ókeypis húsi lengst inn í afdal á því að ég, borgarbúi í rándýru húsnæði í þéttri byggð, niðurgreiði sendingar til hans? Nú fyrir utan þá staðreynd að í dag er pósturinn skyldugur til að bera hvert einasta snifsi af pappír inn að dyrum til hans, hvort sem snifsið er lögformlegt skjal eða Hagkaupsbæklingurinn.

Á mínum vinnustað er DHL með samning um útburð á trúnaðarskjölum og gögnum sem þurfa að komast með öruggum hætti í hendur einhvers utan hússins. Það er að vísu danskur vinnurstaður, en "barbaranir" í Danmörku virðast samt geta komið pósti áleiðis án ríkispóstsins.

Ríkisvaldið fann ekki upp póstinn. Það taldi hins vegar að lögbundin einokun á honum væri góð tekjulind. Sjálfsagt var það líka raunin um langt tímabil. Núna sitja skattgreiðendur samt eftir með sárt ennið.

Geir Ágústsson, 26.2.2013 kl. 14:30

3 Smámynd: Steinarr Kr.

Af hverju fimm mismunandi póstkassa? Væri ekki nær að ég sem húseigandi ætti póstkassann og réði hvað fer í hann. Til dæmis ef ég frábið mér fjölpóst (auglýsingar) þá er það mitt mál. Í dag greiði ég skatt fyrir bláa tunnu, sem fyllist af auglýsingum og "frí" blöðum, sem ég vil kanski alveg vera án.

Getur verið að hluti af vanda póstsins sé að þeir eru ríkisfyrirtæki sem þarf að keppa við einkafyrirtæki? (Já, einkavæða póstinn).

Steinarr Kr. , 28.2.2013 kl. 20:08

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Sæll Steinarr,

Við ættum að geta tekið þetta skrefinu lengra og hreinlega fjarlægt póstkassa við heimili okkar. Fólk gæti fengið sér pósthólf í staðinn. Fyrirtæki gætu safnað póstinum okkar og keyrt hann á vinnustað okkar. Önnur gætu tekið við öllum okkar pósti, skannað inn og sent okkur í tölvupósti. Möguleikarnir eru endalausir. Að gjaldþrota ríkisfyrirtæki sé með einkaleyfi á einkabréfum, og þurfi að bera út fjöll af auglýsingum til að brúa bilið, er bara ein lausn, og ekki neitt sérstaklega góð.

Póstur er þjónusta. Í sumum löndum er mjólk keyrð heim að dyrum, en í öðrum sækir fólk sína mjólk sjálft á næsta sölustað.

Ég að Kramer hafi hitt naglann á höfuðið svo snemma sem árið 1997:

http://www.youtube.com/watch?v=Hox-ni8geIw

Geir Ágústsson, 8.3.2013 kl. 10:43

5 Smámynd: Steinarr Kr.

Já væri alveg til að stíga þetta skref.

Steinarr Kr. , 8.3.2013 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband