Viðskiptalíkan ÍLS = viðskiptalíkan SÍ = gengur ekki upp

Aðþrengd staða Íbúðalánasjóðs [ÍLS] kom einnig til umræðu á fundi nefndarinnar. Að mati seðlabankastjóra er ljóst að viðskiptalíkan sjóðsins „gengur augljóslega ekki upp“ í núverandi efnahagsumhverfi – og því sé spurning hvort hann eigi starfa áfram til frambúðar með óbreyttum hætti. Þrátt fyrir að sjóðurinn sé langt undir þeim eiginfjármörkum sem reglur kveða á um þá telur Már að það sé hugsanlega tilgangslaust að leggja honum til meira eigið fé þegar haft er í huga að sjálft viðskiptalíkanið gengur ekki upp.

Athyglisverð ábending, ekki satt? Og kannski sérstaklega áhugaverð í ljósi þess að hana á bankastjóri Seðlabanka Íslands (SÍ). 

Nánar um ÍLS (feitletrun mín):

Íbúðalánasjóður er sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins sem veitir einstaklingum, sveitarfélögum, félögum og félagasamtökum húsnæðislán til íbúðarkaupa og byggingarframkvæmda. Íbúðalánasjóður er fjárhagslega sjálfstæður og stendur undir lánveitingum og rekstri með eigin tekjum.

Tilgangur sjóðsins er að stuðla að því með lánveitingum og skipulagi húsnæðismála að landsmenn geti búið við öryggi og jafnrétti í húsnæðismálum og að fjármunum verði sérstaklega varið til þess að auka möguleika fólks til að eignast og leigja húsnæði á viðráðanlegum kjörum.

Nánar um  (feitletrun mín):

Seðlabanki Íslands (á ensku: The Central Bank of Iceland) er sjálfstæð stofnun, sem er eign íslenska ríkisins en lýtur sérstakri stjórn

Seðlabankinn fer með stjórn peningamála á Íslandi og hefur með höndum margþætta starfsemi í þeim tilgangi. Meginmarkmiðið með stjórn peningamála er stöðugleiki í verðlagsmálum. Seðlabankanum ber þó einnig að stuðla að framgangi meginmarkmiða efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar að svo miklu leyti sem hann telur það ekki ganga gegn meginmarkmiði hans um verðstöðugleika. Seðlabankinn á ennfremur að sinna viðfangsefnum sem samrýmast hlutverki hans sem seðlabanka, svo sem að varðveita gjaldeyrisvarasjóð og stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi, þ.m.t. greiðslukerfi í landinu og við útlönd. Fleiri verkefni mætti upp telja, svo sem útgáfu seðla og myntar, framkvæmd gengismála og fleira, samanber það sem tilgreint er í lögum um bankann. 

Óneitanlega er margt sem ÍLS og SÍ eiga sameiginlegt. Báðar stofnanir eru "sjálfstæðir" ríkisbankar sem þjóna pólitísku hlutverki. Þeir eiga að stuðla að hinu og þessu, tryggja hitt og þetta og vera sjálfstæðir og óháðir en að vísu bara að því marki sem það þjónar hagsmunum hins opinbera.

Báðar stofnanir treysta á burðargetu skattgreiðenda og þeirra sem skapa verðmæti til að eiga inni einhvern snefil af trúverðugleika. Báðar stofnanir eru pólitísk sköpunarverk og með öllu óþarfar á hinum frjálsa markaði.

Viðskiptalíkan ÍLS og SÍ eiga það svo fyrst og fremst sameiginlegt að viðskiptalíkan þeirra (svokallað) „gengur augljóslega ekki upp“. 


mbl.is „Aðalatriðið“ að launahækkanir nái ekki yfir alla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband